Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 5
225 þeir sáu engil og heyrðu rödd hans. Engillinn sagði við þá: »Ottist ekki, því jeg flyt yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllu fólki, því í dog er yður frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs, og hafið það til marks, að þið munuð finna reifað barn, liggjandi í jöt- unni« »0g jafnskjótt var þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sje Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönn- unum«. Hinn dýrðlegi ljómi frá himninum hvarf brátt aptur; nótt og kyrrð var aptur á jörðunni. En svo mikil kyrrð sem var umhverfis hirðarana, þá var sá boðskapur, sem þeir höfðu fengið um það, að sá frelsari, sem þeir lengi höfðu vænt, væri fæddur, lifandi í sálum þeirra. Þeir vildu fullvissa sig enn betur um þennan boðskap. Þeir gátu ekki haldið kyrru fyrir, þeir yfirgáfu hjarðir sínar og fóru að sjá það, sem þeim frá himninum hafði verið bent á, að mundi veita þeim fulla vissu. Þeir fóru til jötunnar, sem þeim hafði verið vísað á, og fengu þar fullvissu um það, sem þeir höfðu sjeð með augunum, heyrt með eyrunum og fundið i hjörtum sínum. Hirðararnir gátu ekki þagað; þeir urðu að segja frá þvi, sem þeir höfðu heyrt og sjeð, sem hafði svo mikil áhrif á sálir þeirra. Þeir segja Maríu og Jósep frá því? sem þeir liöfðu sjeð og heyrt, frá því, sem gaf tilefni til þess, að þeir komu til að sjá barnið. Hvert orð, sem þeir tala, hefir djúp áhrif á sálu Maríu. Endurminning- arnar um það, sem hún áður hafði reynt, um boðskap engilsins, urðu lifandi í sálu hennar. Hún geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau í hjarta sinu. Hún sá í þvi, sem við hafði borið, fullvissu um hið ókomna. Hennar innri heimur var henni helgidómur; hún hvorki vildi nje gat birt öðrum það, sem nú bjó í sálu hennar. En hirðararnir töluðu; þegar þeir fóru frá þeim stað, þar sem frelsari heimsins fæddist, vegsömuðu þeir Drott- in fyrir allt, sem þeir höfðu heyrt og sjeð, fyrir þann raikla fögnuð, sem boðaður var þeim og öllura mönnum,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.