Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 6
m að hann væri kominn í heiminn, sem Guð hafði frá upp- hafi heitið að senda mönnunum til frelsis. Dýrðleg er þessi lýsing í hinum helgu ritum á hinni fyrstu jólanótt. Heilög og dýrmæt á hún að vera oss og öllum kristnum mönnum. Vjer eigum líka í trúnni að sjá himnaljósið við fæðingu frelsara vors; vjer eigum eins og hirðararnir í auðmýkt og trú að meðtaka þennan gleðiboðskap frá himninum: »Yður er fæddur frelsari«. Vjer eigum, eins og þeir, að fara þangað, sem Guðs orð vísar oss, og sjá í hinni helgu sögu hið nýfædda barn. Vjer getum sjeð meira en þeir sáu. Vjer getum sjeð þá miklu blessun, sem leitt hefir af komu hans í heiminn, sem fæddist hina »helgu nótt«. Vjer eigum eins og María, móðir hans, að geyma öll þau orð, sem oss eru boðuð um hann og sem hann hefir sjálfur boðað oss, og hugleiða þau í hjörtum vorum. Vjer eigum, eins og hirðararnir og hinar himnesku hersveitir, að vegsama Guð; vjer eig- um að vegsama hann í tölum vorum, með orðum vorum og líferni, vegsama hann með önd og líkama, sem hann gaf oss. Hann, sem fæddist hina helgu nótt, á að fæðast í oss, svo vjer lifum eins og hann kenndi og lifði.; þá reynum vjer það, sem hann lofaði, reynum, að kenning hans er frá Guði, reynum það sem postulinn Páll segir, að hann, sem fæddist hina helgu nótt, »er gefinn oss af Guði til vísdóms, rjettlætis, helgunar og endurlausnar«. ÞÓRARINN BÖÐVARSSON, Jólasálmur. Jesús, þú ert vort jólaljós, um jólin ljómar þín stjarna. Þjer englarnir kveða himneskt hrós, það hljómar og raust Guðs barna. Skammdegis-myrkrið skyggir svart, ei skugga sjáum þó tóma. Þú ljósið af hæðum blítt og bjart, þú ber oss svo fagran Ijóma. Jesús, þú ert vort jólatrje, á jörðu plantaður varstu.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.