Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 7
227 Þú Ijómandi ávöxt ljezt i tje og lifandi greinar barstu. Vetrarins frost þó hjer sje hart og hneppi lifið í dróma, þú kemur með vorsins skrúð og skart og skrýðir allt nýjum blóma. Jesús, þú ert vor jólagjöf, sem jafnan bezta vjer fáum. þú gefinn ert oss við yztu höf, en einkum þó börnum smáum. Brestur oss alla býsna margt; heyr barna varirnar óma. Þú gefur oss lífsins gullið bjart, því gleðinnar raddir hljóma. V. B. ^e£s&- Dagsbrún. Dagsbrún er það — dagsbrún, sem jeg sje ljóma á lopti yfir austurfjöllunum. Og hún er austar fjöllunum snæþöktu, fjöllunum ís- lenzku, sem gnæfa við himin hjá oss. Já, jeg sje lengra, lengra, austur til Júdeufjalla, aust- ur yfir Dauðahaflð, austur yflr landið helga. Þar sje jeg í anda heilög fjöll, »iiiminfjöll«, sem eru himnunum nær en allir hátindar jarðarinnar. Og það streyma frá þeim »heilög vötn«, helgar lindir fyrirheita, vonar og trúar ofan til mannanna barna. Jeg sje Móría, grundvöll Drottins helga musteris, þar sem Abraham ætlaði að fórna einkasyni sínum í lifandi trú. Og þaðan heyri jeg fyrirheitisins heilögu lind hvísla niðandi vonarinnar huggunarorðum: »Af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðunni bless- un hljóta«. Jeg sje Nebó, dauðans fjall, gnæfa hátt fyrir handan dauðans haf. Þar fjekk meðalgöngumaður lögmálsins að eins að renna augum sínum inn á hið fyrirheitna land— og.svo að deyja.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.