Kirkjublaðið - 24.12.1893, Síða 10

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Síða 10
230 Dagurinn er runninn, fagur og skær — sá dagur, sem ekki kvöldar að — dagur kristindómsins. Það eru mannkynsins fyrstu jól. Og þessi jól eru endurnýjuð á hverju ári, hjá háum og lágum, voldugum og vesælum. Jeg fell fram í hjarta mínu fyrir þessari dýrðarsjón — þessari dýrðarhátíð. Jeg fell fram fyrir þjer, himneska Bethlehems barn, með lifandi tilbeiðslu — eða hvað skyldi jeg annað tilbiðja, en lífs míns fyrsta Ijós, hverju fremur fylgja, en hinum eilífa sannleika, hvers fremur æskja, en að öðlast hið eilífa lif! Hvað minnir mig betur á ljósið frá Betlehem, en jólaljósin? Hvað minnir mig betur á lofsöng englanna, en lof- söngur jólahátíðarinnar? Og hvað minnir mig betur á mína þörf, en skamm- degisrökkrið? Nýfæddi Jesús! vertu dagsbrún míns hjarta, vertu ljós minnar sálar, vertu huggari míns anda. Sjá jeg ligg fyrir fótum þjer og horfi upp til þín; reis mig á fætur og leyf mjer að ganga mína lífsbraut við þitt himneska jólaljós. Lýs mjer, lýs mjer, til þess aðjeg geti komizt hættu- laust yfir Dauðahafið. Styð mig, styð mig, svo jeg falli ekki, — reis mig, reis mig, ef jeg rasa. Leið mig, leið mig þjer við hönd, að föðurbrjóstinu bliða á himnum — sýn mjer eigi að eins dýrð hins fyrir- heitna lands, heldur veit mjer að komast þangað. Það er mín jólabæn, nýfæddi Jesús! J. J. Við jólatrje. Lag: Astarfaðir 'himinhæða. (Sjá Söngkennsluhók ,T. H., 4. h.. nr. 4) Verði ljós. Það var fyrsta’ orðið; varð á þeirri stundu bjart.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.