Kirkjublaðið - 24.12.1893, Side 11

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Side 11
231 Lítið, góðu börn, á borðið*: blessuð Ijósin, himneskt skart. Lítið á, hve ljósin blika, líkt er sem þau finni til. Lítið á, hve laufln kvika, lifnar allt við birtu’ og yl. Ó, þeir menn, sem elska myrkur, aptur hata birtu’ og ljós. Hvað er þeirra’ í stríði styrkur, stoð og huggun, von og hrós. En þeir menn, sem elska ljósið, ekki vilja myrkrið sjá; son Guðs þeirra’ er sigurhrósið, sjálfur Drottinn annast þá. IJeimsins ljós í heimi fæddist helgri jólanóttu á; ljós af himnum holdi klæddist, hvarf þá villumyrkrið frá. Lífsins trje má líta’ í anda, líf er færði' i þennan heim. A þvi grænar greinar standa, gróa himnesk blóm á þeim. Lffsins orð, það ljósið bjarta, lýsir hverri frjórri grein. Ljós er kveykt í hvers manns hjarta, hvar sem lifir trúin hrein. Elska’ og von og eldheit trúin ætti’ í kveld að búa’ oss hjá; fyrir son Guðs sekt er flúin, sólin náðar skín oss á. Sólin skín og Ijósin ijóma *) Jólatrjeð stendur á litlu borði.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.