Kirkjublaðið - 24.12.1893, Page 13

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Page 13
233 »G-aman lield jeg að drengirnir minir liefðu af' að sjá þetta«, sagði þá konan, og var eins og hún viknaði við; »en það er nú ekki til neins að tala um það, við erum ekki á þeirn vegi heima, að við höfum ráð á því«. Og hún leit upp á okkur báða, kaupmanninn og mig, svo á myndina, og dvaldi lengst við hana; henni vöknaði um augu — hún kastaði á okkur kveðju, leit enn þá til myndarinnar, og gekk út. »Jeg var svo á vegi staddur þá, að jeg hafði enga aura í vas- anum, og var kaupmanninum dálítið skuldugur, og skuldina vildi hann endilega fá fyrir nýárið. Jeg gat ekki beðið hann að lána mjer myndina handa henni. Jeg bað hann því bara að selja eigi myndina fáeina daga, og fór. A heimleiðinni stóð mjer allt af fyrir hugskotssjónum konan, þegar hún leit upp á okkur og myndina — og gekk út með grát- stafinn í hálsinum. »Þú getur keypt hana og gefið henni hana á jólunum, ef þú vilt«, sagði minn innri maður eða minn betri maður, hvað ofan í anuað við mig; og svo rann mjer í hug í myrkrinu heim um kvöld- ið fátæklega baðstofan í kotinu, konan og drengirnir hennar — og svo skyldi myndin koma að óvörmn, þegar búið væri að kveykja á jólakertunum, — hvílíkur fögnuður skyldi það verða ! Þó að jeg færi að hugsa um annað, kom þetta aptur og aptur. »Þú getur sleppt einhverjum smáóþarfanum, sem þú ert vanur að kaupa fyrir jólin — —« og seinast var jeg fastráðinn, er jeg kom heim, að gjöra þetta. Itjett fyrir jólin fór jeg í kaupstaðinn, borgaði skuld mína, og spurði eptir myndinni; hún var óseld enn ; jeg keypti hana og 3 eða 4 myndir aðrar og fór heim með þær. II. Það var líka glatt í kotinu á jólanóttina eins og annarstaðar þar sem meira var til. Litlu drengirnir í kotinu voru tveir, annar 5, en hinn 7 vetra. Það halði verið skipt á milli þeirra heilu kerti, og það var ekki dregið að kveykja á stúfunum. Lítill steinoliu- lampi logaði í miðri baðstofunni, og litlu kertin í tveimur ofurlitl- um fjaðrarpípum logaði hvert í kapp við annað þar á svo litlu borð- kríli við rúmið þeirra foreldra þeirra. Taðir þeirra var búinn að láta húslestrarbækurnar upp á hyllu, og sat á rúminu sínu ; litlu drengirnir sátu á sinu rúmi með hníf- ana sína, og horfðu alvarlegir fram í baðstofudyrnar, því þeir áttu von á mömmu sinni að framan með jólamatinn. Og hún kom að framan með jólamatinn þéirra allra feðganna ; og seinast sótti hún sinn fram, og svo settust þau öll að snæðingi. Litlu drengirnir báðu Guð að blessa sig og matinn sinn og fóru svo að borða. Það lá vel á þeirn, Þeir báru saman bitana sína, spjölluðu

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.