Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 15
góð. Einu sinni sendi hann engil til henrlar, öem hjet Gahríel; hann kom til hennar og saghi: »Heil vert þá, sem nýtur náðar Guðs ; Drottinn er með þjer; blessuð vertu meðal kvenna«. Sko> þarna sjáið þið engilinn, með svo stórum og f'allegum vængjum, og þarna er María. Svo sagði hann henni að hún ætti að fæða son, og láta hann heita Jesús; svosagðihann henni, að hann mundi verða kallaður Guðs son, og hann mundi frelsa mennina af synd- um þeirra. Svo fór engillinn aptur, og hún þakkaði Guði fyrir það, hvað hann væri góður við sig. Svo leið nú æði langur tími; þá heimtaði keisarinn, þvi að konungurinn þar var kallaður keisari, að það væri tekið manntal; en María og Jósep, mannsefnið henn- ar, því að hún var trúlofuð, ióru til borgar, sem heitir Betlehem, til þess að láta telja sig þar, af því þau voru ættuð þaðan, og hafa kannske átt þar áður heima. Þau komu þangað á jólanótt- ina. En svo fengu þau hvergi að vera um nóttina, svo þau urðu að setjast að í tjárhúsi um nóttina, En um nóttina átti hún barn- ið, og vafði það í reifum, og lagði það í jötuna. En það voru þar Ijárhirðar, eða srnalar, sem sátu yíir fje skamt frá ; það kom svo til þeirra engill allt í einu. og sagði við þá, að nú skyldi hann boða þeim miklar gleðifrjettir, því að frelsarinn væri nú iæddur, sem væri Drottinn Kristur, og svo vísaði hann þeim til, að þeir mundu geta fundið nýfætt barn, reifað, sofandi í jötunni. Og þá kom mesti fjöldi af englum, og ljós af himnum Ijómaði í kringum þá; og englarnir sungu: »Dýrð sje Guði í upphæðum, og triður á jörðu, og Guðs velþóknun yfir inönnunumo. Svo fóru englarnir aptur upp til himna, en hirðarnir fóru að leita að barninu, og tundu það,þar sem engillinn vísaði þeim til. Ogþeir sýndu barninu lotningu, og fóru svo út aptur. Þarna sjáið þið nú barnið Jesús, þar sem það liggur í jötunni, þarna er mamma þess; hjerna stend- ur Jósep og þarna eru hirðarnir með smalaprikin sín og beygja sig niður frammi fyrir barninu. En skepnurnar þarna eru víst asnar, sem hafa verið býstir í íjárhúsunum, jeg sje að það eru svo stór á þeim eyrun«. Svo spurðu þeir, hvað langt væri síðan þetta var, en hún spurði þann eldri, hvað ártalið væri. Hann mundi það; sagði hún honum þá, að það væri svona mörg ár síðan þetta gjörðist. En allar spurningarnar man jeg ekki; enda hefi jeg fátt af þeim frjett. En að endingu sagði rnóðir þeirra drengjanna þeim, að kon- an á S . . . hefði sent þeim sína myndina hverjum, og svo sitt kertið hverjum, til þess að þeir gætu sjeð ti) að skoða þær; en það yrðu þeir að passa, að skemma þær ekki, pg væri bezt hún geymdi þær sjálf. Og það mun óvíðar hafa verið glaðari jólanótt, þar sem auð- ur og allsnægtir voru fyrir hendi, heldur en í þessu íátæka koti yíir litlum jófakökusnúð, og tveim myndum; en hvorttveggja var geíið af góðu hjarta og þegið með hjartans þökkum; þetta litla

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.