Kirkjublaðið - 24.12.1893, Qupperneq 16

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Qupperneq 16
236 heimili lii'ði sína jólanótt, jólanótt hjartans, barnahjörtun íognuÖu barndómsmyndinni frelsarans, og glöddust af því, að hann fædd- ist í heiminn, og bauð öllum heiminum gleðileg jól, kveykti jóla- ljósin, bæði fyrir augað og hjartað, og bauð svo mönnunum frið við Quð. J. J. Jólavers. Hvern jafnan má á jörð þjer fá, þótt jeg til alla kjósi, þú náðin hæst og hátign stærst, þú heimsins sanna Ijósið; þú allra von, Guðs einkason, þó einn af bræðrum mínum? Að fótum þjer jeg fleygi mjer, og fel mig kærleik þínum. B. IJ. ------33S------ Svolítið um jólatrjeð, Útgefandinn hafði hugsað sjer í þessu jólablaði að segja ung- um sem eldri, til fróðleiks og gamans ,um uppruna jólahátíðarinnar í kristinni kirkju, að því er kunriugt er. og um suma jóiasiði frá ýmsuin löndum, en blaðinu bárust þá svo góðar sendingar að norð- an, eins og sjá má hjer að íraman, að þetta mál útg. bíður að sinni. En vegna þess að kvæði er hjer í blaðinu um jólatrjeð, sem eðli- iega er og verður t'remur fásjeð hjá oss á landinu, þar sem engin sígræn grenitrje vaxa, skal hjer svolítið sagt um jólatrjeð. Élestallir Íesendurnir geta líklega gjört sjer hugmynd um jólatrje, hvernig það lítur út, ef ekki at sjón, þá af sögu, en þó skal því lýst hjer: Til jólatrjesins er valið ungt grenitrje, hælitega hátt í stofuna, blöðin á því eru sívalar og grannar nálar, sígrænar, eins og á einirnuin, og sitja þjett á mörgum greinum sem standa jafnt út til allra htiða og styttast eptir því sein nær dregur toppinum, svo að trjeð grennist upp. Stotninn er þráðbeinn. A greinunum. eru fest kerti, aldini og annað sælgæti og ýmislegt skraut, auk jólagjafa til barnanna og enda til fullorðinna á heimilinu, allt eptir því sem töng eru á. Skrýtt og tendrað jólatrje er dýrðleg sjón týrir börnin, og fiestum fullorðnum mun og þykja jrndi að sjá það, og hið græna trje með Ijósskrúðinu og góðutn gjöfum í vetrar- skammdeginu vekur guðrækilegar bugleiðingar um lífsins trje og ljósið af bæðum og hina hinvnesku jólagjöf. Alit saman er ytra merki hins mikla tagnaðar, sem veittur er öllu fólki . Jólatrjeð á aðallega heima í lúterskura löndum og fruinstöð þess er Norður-Þýzkaland. Uppruni þess eða saga er töluvert ó- viss. Það er miklu eldra en siðbótin, og ef til viil má rekja sögu þess til heiðni. Hvað getur komið í stað jólatrjesins á voru fátæka, skóglausa landi til aukins jóiafagnaðar iyrir unga og gamla? KITSTJÓIU: POHHALLUIi BJARNABSON. PrentaS i ísafoldar prentsmiðju. Eeykjavik. f8B8.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.