Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 5
181 verður ekki með rökum sagt, að enn sem komið er kveði mjög mikið að þvi, að þessi siður sje að úreldast. En hættan er á ferðum, þar sem þetta virðist þó fremur vera að fara í vöxt. Ýmislegt bendir til þess, að enda þar, sem húslestrunum er uppi haldið nokkurn veginn reglu- lega, kunni menn þó ekki eins að meta þá og áður var. Þannig er það sumstaðar, að hugvekjan er að eins lesin, en hætt að syngja fyrir og eptir. Þetta er því undar- legra, sem þekking á söng og framför í sönglist fer svo að segja dagvaxandi; og efasamt er, að framförin í þessu landi sje í nokkru meiri en einmitt í þessu, þó að mjög standi hjer enn til bóta. Forfeður vorir kunnu harðla lítið til söngs allflestir, en gátu þó sungið sína löngu sálma. Hví skyldum vjer þá ekki með vorrar tíðar söng- kunnáttu geta sungið vora stuttu sálma. Eða hví skyldu þeir sömu menn, sem jafnvel mega heita sí-syngjandi all- an daginn, bæði sálma og annað, ekki geta sungið við húslesturinn ? Það er hæpið, að sleppa nokkru af þess- ari guðsþjónustu vorri, sem vissulega er ekki ofmikil. Þess er einnig að gæta, að ef sumu er sleppt, þá er opn- aður vegur til þess að sleppa meiru. Ef sálmunum er sleppt, kann sumum að finnast, að sleppa megi einnig prjedikuninni eða hugvekjunni, en halda að eins stuttri bæn. En þegar hitt er farið, er hætt við, að henni verði ekki haldið lengi einni saman. Og þá er öllu lokið. Sumstaðar er líka öllu lokið. í kaupstöðum hefir reyndar litlu verið að ljúka, þar sem daglegir húslestrar hafa sjaldnast tíðkazt þar, að minnsta kosti ekki hjá heldra fólkinu, nema örsjaldan. í sjávarsveitum munu húslestr- ar einnig að jafnaði hafa verið heldur strjálli en til sveita, en þó tíðkazt allvíða lengi fram eptir. Nú er þar viða alveg hætt við húslestra, nema að því, er ýmsir lesa enn á helgum dögum. Til sveita er víðast lesið enn þá daglega, á Suðurlandi að minnsta kosti; •en þó er alveg hætt við þá á stöku stöðum. En hvaðan stafar þetta? Það er líkt með það eins og landfarsóttir. Þær koma optast upp í útlöndum og berast svo inn í landið, fyrst í sjávarhjeröðin, en síðan srnátt og smátt upp í sveitirnar. Sömu leið fer sú vantrúar- og

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.