Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 9
185 því, að Jóhannes tylltist gremju eða óánsegju, er hann sá að aðsóknin minnkaði, en fjöldinn nú leitaði á fund Jesú, að hann miklu fremur ljet í Ijósi gleði sína yfir því, með því þetta var honum ljós vottur þess, að hann hefði ekki starfað árangurslaust. Þegar því lærisveinar skírarans ljetu í ljósi við meistara sinn óánægju sína yfir þeirri breytingu, sem orðin var, svaraði hinn aumjúki skírari þeim með hinum fögru orðum, sem lesa má í Jóhannesar guðspjalli 3. kap. v. 27.—36., þar sem hann sýnir fram á, hví svo hljóti að vera, að allir nú leiti á fund Jesú: Það er eðlilegt að gestirnir fagni brúðgumanum, en gleymi vini brúðgumans, en Jóhannesi nægir það að vera vinur brúðgumans. »Hann á að vaxa, en jeg að minnka« því hann er frá himnum kominn og því yfir öllum og hann vitnar það, sem hann hefir sjeð og heyrt, þótt enginn vilji gefa gaum að vitnisburði hans. Hann á að vaxa, en jeg að minnka, því Guð hefir gefið honum andann án takmarka og elskar hann sem son sinn, svo að hver, sem á soninn trúir hefir eilíft lff! Það var því ekki skíraranum að kenna, að ekki all- ir lærisveinar hans leituðu á fund Jesú og fylgdu honum, heldur miklu fremur fylltust heipt og gremju við Jesú og gengu í fiokk með fjandmönnum hans, Fariseunum, (sbr. Matt. 9, 14.); en þetta sýnir hve rótgróin hin ranga Messíasarhugmynd var í brjóstum manna, að jafnvel læri- sveinar skírarans, sem ef til vill stóðu honum næstir, ekki vildu trúa orðum meistara síns, að Jesús í sannleika væri hinn fyrirheitni Messias. — Nokkrum mánuðum eptir að Jesús hafði tekið skirn, upprann sú stund, er Jóhannes varð að hætta starfi sínu, og hefir hann sennilega búizt við, að það yrði með öðrum atvikum en varð. Fjórðungsfurstinn Heródes Antípas (sonur Heródesar mikla), sem að nafninu til rjeði yfir Galíleu og Pereu, ijet taka Jóhannes höndum, flytja hann í böndum til fjallkastalans Makkæros, aust- anvert við Dauðahafið og þar varpa honum 1 fangelsi. Guðspjallamönnunum ber saman um, að orsakirnar til þessa hafi verið þær, að skírarinn hafi ávftað Heródes fyrir óleyfilega sambúð við konu bróður síns (sbr. Matt.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.