Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 11
187 liðna tímans, starflífsins hjá Jórdan. Átti hann, sem Guð hafði fengið í hendur svo háleitt hlutverk, sem það að ryðja Messiasi braut, að enda daga sína geymdur og gleymdur í dimmu fangelsi? Voru þetta laun trúmennsku hans? Var það rjettlátt, að hann, sem hafði helgað Guði allt lif sitt, skyldi hreppa slík kjör? Hví kom ekki Messías og hjálpaði honum, hví ljet Guð, sem hafði sent hann, ekki fangelsisdyrnar opnast fyrir honum? Gleymd- ur af lýðnum, sem einu sinni þyrptist að honum og jafn- vel vildi gjöra hann að Messíasi, gleymdur af Jesú, sem hann haíði skirt og rutt braut sem Messíasi heimsins, gleymdur af Guði, sem hafði sent hann og sem hann hafði þjónað — átti þetta að verða æfikjör fyrirrennarans? Þannig ætlum vjer að skírarinn hafi hugsað i raunum sinum í myrkri fangelsisvistarinnar, og því lengur, sem hann hugsaði um kjör sin og því betur sem hann sá, að vonir þærbrugðust, er harin líklega hafði gjört sjer um, að Messías sjálfur mundi koma, »með varpskúfluna í hendi sjer», og leysa hann úr fjötrunum, þvi meiri varð kvíð- inn í sálu hans og því stærri varð örvæntingin, er greip hann, unz loksins sú spurning vaknaði í sálu hans: Skyldi jeg hafa misskilið köllunarverk rnitt, skyldi það hafa ver- ið tómur misskiiningur af mjer þetta, að jeg væri sá, sem ætti að ryðja Messíasi veg? Það er sálarfræðislega skiljanlegt, að örvæntingin hafi getað glapið Jóhannesi svo sjónir, er hann hreppti kjör, sem virtust að standa í svo mikilli mótsögn við líf hans og hina háleitu köllun hans. Það er sálarfræðislega skiljanlegt, að fangelsisvist- in hafi geta beygt mann, jafnvel með sálarþreki og anda- krapti Jóhannesar, vakið örvæntingu i brjósti hans og með örvæntingunni efasemi. En jafnframt því, sem efa- semin vaknaði í brjósti hans, um það, hvort hann væri i sannleika fyrirrennari Messíasar, hlaut einnig að vakna hjá honum efi um það, hvort Jesús í sannleika væri Mess- ías; hið síðara hlaut að vera afieiðing hins fyrra. I ör- væntingu sinni gleymdi Jóhannes öllu því, er hann hafði sjeð og heyrt, er hann skírði Jesú, og sem þá hafði verið honum nægur vottur þess, að Jesús væri Messías. Og þegar hjer við bætist það, að lærisveinar skírarans,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.