Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 12
188 sem, eins og þegar heflr verið sagt, litu öfundaraugum til Jesú og aðsóknarinnar að honum, báru Jóhannesi í fang- elsinu fregnir, ef til vill rangfærðar og misskildar, af starfsemi Jesú, sem mestmegnis var fólgin í þvf að kenna og hjálpa þeim, sem sjúkirvoru, er ekki óeðlilegt, að Jóhann- esi hafi þótt starfsemi hans ósamrýmanleg við það, sem hann vænti sjer af Messíasi og þetta því aukið efa hans cnn frekar. Þetta álltum vjer, að hafi verið tildrögin til þess, sem skýrt ei frá í byrjun 11. kapítulans i Matteusar- guðspjalli, að Jóhannes hafi sent tvo lærisveina sína á fund Jesú og látið þá bera honum svohljóðandi orðsendingu sína: »Ert þú sá, sem koma átt eða eigum vjer að vænta annars?« Því þótt efinn hefði gripið Jóhannes og sú hugsun uppkomið hjá honum, að Jesús væri ef til vill ekki Messías, þá hafði Jóhannes samt þá skoðun á honum, að hann væri öðrum mönnum fremri og væri maður, sem ekki mundi segja annað en það, sem satt væri, og þannig leiða Jóhannes f allan sannleika. — Jesús mun hafa verið staddur í Jerúsalem, er læri- sveinar skírarans komu á fund hans. Fjöldi fólks mun hafa verið nærstaddur og Jesús líklega verið að lækna einhverja þá, er menn höfðu borið til hans. Opinberlega og í áheyrn fólksins munu lærisveinar skírarans hafa borið Jesú orðsendingu meistarans: »Ert þú sá, sem koma skal eða eigum vjer að vænta annars*? Svarið, sem Jesús þegar gefur þeim, lýsir því berlega, að Jesús hafi strax skilið hvernig á stóð fyrir skíraranum og hvað hafði leitt hann til þess, að senda þessa menn af stað: »Farið og segið Jóhannesi það, sem þjer heyrið og sjáið: blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir verða hreinir og heyrnarlausir heyra, dauðir rísa upp og gleðiboðskapur- inn er voluðum boðaður« (Matt. 11,5.). Með orðum þess- um gefur Jesús Jóhannesi.í skyn, að einmitt verk þau, sem hann sje að vinna og Jóhannesi ef til vill þyki ósamboðin tign Messíasar, beri vott um það, að hann sje Messías, en um Messías hafi spámennirnir, eins og Jó- hannesi sje sjálfum kunnugt, sagt, að hann ætti slík verk að vinna. Því svar frelsarans lýtur ekki að eins til

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.