Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 13
189 verka þeirra, sem hann þá var að leysa af hendi, held- ur einnig til orða spámannanna um Messías og komu hans. Spámennirnir höfðu sagt: »þá munu blindra augu uppljúkast og eyru heyrnarleysingjanna opnuð verða, þá munu hinir höltu hlaupa eins og hjörturinn og tunga hins mállausa lofa Drottin« (Jes. 35, 5.—6.). »Þjer þornuðu bein, heyrið orð Drottins: sjá jeg gef yður anda minn, svo að þjer verðið lifandi« (Ezek. 37, 4,—5.). »Drottinn hefur sent mig, til þess að prjedika fyrir hinum voluðu og hugga alla, sem harmar þjá« (Jes. 61, 1.—2.). — Þannig hafa spámennirnir spáð og verk þau, sem Jesús vinnur eru uppfylling þess, sem spáð hefur verið og vitna um það, hver hann sje (sbr. Jóh. 5,26.). En Jesús ljet sjer ekki nægja í svari sinu, að eins að vitna til verka sinna sem uppfyllingar þess, er spáð hafi verið um hann, heldur bætir hann við: »Sæll er sá, sem ekki hneykslast á mjer«, og í orðum þeim felst annars vegar bróðurleg áminning til skírarans um það, að hneykslast ekki, þótt vöxtur og framþróun guðsríkis verði á annan hátt, en hann hafi vænt og mannlegu hyggiuviti virðist be/t fara á, heldur láta sjer það vel líka, að hið stóra verk, sem hefir fullkomnun guðsríkis að markmiði, sje byrjað og á rjettum vegi, þótt fullkomn- uninni sje enn ekki náð. En hins vegar felst í orðunum huggun, sem hinn þungt reyndi Jóhannes með fnllum rjetti vænti af Jesú: trúin á mig gefur bót allra meina; sá sem ekki hneykslast, en á mig trúir, hann er sæll, jafnvel þótt hann sitji í böndum. — Hver áhrif svar Jesú hafi haft á skírarann vitum vjer ekki, þess er ekki getið í guðspjallasögunni, en vjer erum þó þeirrar trúar, að Jóhannesi hafi nægt svarið, í auðmýkt beygt sig undir órannsakanlegan vísdóm Drottins og þolinmóður og efa- laus, í óbifanlegu trausti til Guðs náðar, beðið þeirrar stundar, er banasverðið gjörði enda á lífi hans. Exi orðin: »sæll er sá, sem ekki hneykslast á mjer« virðast kollvarpa öllum þeim tilraunum, sem gjörðar hafa verið, til þess að komast hjá þvi, að þurfa að staðhæfa um sjálfan fyrirrennara Messíasar, að hann liafi nokkru sinni efast um, að Jesús væri í sannleika hinn fyrirheitni

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.