Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 15
191
þingið lækkaði]árgjald*þrestakallsins að minnsta kosti um helming*,
Sú tillaga var samþykkt með öllum atkv., að prestar hreifðu
bindindismálinu á hverjum safnaðarfundi og styddu að eflingu
bindindis eptir mætti.
Samþ. voru orgelkaup í Helgafells- og Ingjaldshólskirkju.
Allir prestarnir og 4 fulltrúar gáfu til prestaekknasjóðsins.
Ráðgjört var, að halda fyrirlestur á næsta hjeraðsfundi, and-
legs efnis, og bjet sjer Jens V. Hjaltalín því að gjöra það.
8. Hjeraðsf. Suður-Þingeyinga var 8. sept. Á fundinum
mættu 8 prestar af 10 og 8 safnaðarfulltrúar af 18.
Reikningar kirkna rannsakaðir og úrskurðaðir.
Skýrslur um harnapróf komu færri en áður, en fund. áleit samt
æskilegt, að prófum þessum yrði haldið áfram.
Fund. saníþ., að söfnuður Grenjaðarstaðar tæki að sjer umsjón
og fjárhald kirkjunnar.
Nokkur fleiri hjeraðsmál komu til umræðu.
(Skýrslan samin og send af prófasti).
9. Hjeraðsf. Norður-Þingeyinga var 26. júní. Við voru
4 prestar af 5 og 2 fulltrúar af 8, og vantaði þá 1 mann til þess,
að fundur væri lögmætur.
Eigi var annað tekið fyrir en reikningamál kirkna.
10. Hjeraðsf. Jforður-Múlaprfd. var 4. júlí. Við voru 5
prestar af 7 og 4 fulltiúar af 12 og vantaði þannig 1 mann til
þess, að fundur yrði lögmætur. Hinn setti prófastur, sjera Einar
Jónsson, prjedikaði á undan fundinum.
Barnapróf höfðu farið fram í flestöllum sóknunum. Rjettritun
skyldi bætt við sem skyldugrein. Fund. skoraði á alþingi »að
semja lög um barnapróf*.
Rætt var um að koma á fót »almennum ekknasjóð<(?), var sjera
Einari Þórðarsyni á Hofteigi falið á hendur að semja frumvarp til
reglugjörðar fyrir vœntanlegan ekknasjóð, svo að mönnum yrði
ljósari hugmyndin um hann.
Fund. lýsti sig því meðmæltan, að Hlíðarmenn mættu nú þeg-
ar byggja kirkjugarð á jörðinni Sleðbrjót og kirkju síðar, svo fljótt,
sem því yrði við komið.
Fund. var meðmæltur hinu persónulega kirkjugjaldi, er ljeki á
75 aurum til krónu eptir ákvæðum hjeraðsfunda. Fund. telur
æskilegt, að hver kirkja leggi ákveðið hundraðsgjald í sameiginleg-
an sjóð til styrktar fatækum kirkjum.
í kjöri um Ríp eru sjera Sigurður Jónsson á Þönglabakka og
kandídatarnir Björn Blöndal og Sveinn Guðmundsson.
Grarðakirkja á Akranesi. Flutning hennar niður á Skag-
ann hefir landshöfðingi samþykkt í fyrra mánuði.
Samskot til ekkju sra P. M. Þ.: Ekkja Ingibjörg Oddsdóttir
á Hóli í Garðahverfi 5 kr. Sendist prófasti.