Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu. VI. RVIK, JANUAR, 1896. 23. sálmur Davíðs. Eptir Karl Gerok. »Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta«. Segið mjer, vinir mínir, verður fegurri lofsöngur sunginn elsku og trúfesti hins algóða Guðs? Eru nokkur önnur orð, sem innilegar og betur lýsi unaði sálar, sem hefir hvíld í Guði, er glöð í Guði, er rík i Guði, er alsæl í Guði, en þessi orð: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta? Þessi dýrðlega mynd birtist oss seint og snemma í hinum gamla og nýja sáttmála: «Hann fæðir sína hjörð, sem hirðir, tekur unglömbin í faðm sjer, og ber þau í fangi sínu, en leiðir mæðurnar«, segir spámað- urinn Esajas (40, 11). »Heyr þú, ísraels hirðir, þú sem leiðir Jósep eins og hjörð«, hrópar sálmaskáldið (Dav.s. 80, 1). Hjá spámanninum Esekíel lesum vjerþetta fyrir- heiti Drottins: »Eg vil uppvekja þeim einn einkahirði, sem skal ala þá« (34, 23). Og frelsarinn sagði um sjálf- an sig á sinum hjervistardögum: »Eg em góði hirðirinn, og eg þekki mína, og mínir þekkja mig« (Jóh. 10, 14). Hann segir fyrir um dauða sinn með þeim orðum: »Sá góði hirðir gefur líf sitt út fyrir sauðina« (Jóh. 10, 11). Hann talar um tilkomu rikis síns með þeim orðum: »Þar inun verða ein hjörð og einn hirðir« (Jóh. 10, 16). Og sjáandinn Jóhannes á enga fegri lýsingu í Opinberunar- bók sinni á sælu himinsins en þessa: »Lambið, sem er fyrir miðju hásætinu, mun gæta þeirra, og visa þeim á llifandi vatnslindir« (7, 17). Mynd hins góða hirðis, og þá sjerstaklega þessi sálm-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.