Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 13
18 flnnast aptur tíl ab búa sarnan hinum megín, sem hjer liíhu sam- an í trúuni á Jesú nafn og leituðu hjá honum huggunar í allri eymd og voiæbi þessa heims. Kærleikurinn hlýtur að draga oss nær honum, er gaf oss hin beztu týrirheit, fyrirheit sem enginn gat geflð nema hann, fyriiheit um samtundi eptir dauðann og óendan- lega sambúð vinanna i eilítðinni. Þegar því skilnaðarsöknuðurinn og dauðans angistin hrellir huga vorn, þá skulnrn vjer snúa aug- um vorum að yfirskript ársins og líta á þ&ð nafnið, sem þar er ritað með innilegri trú og auðmjúkri bæn. og mun þá eigi hjá því fara að hryggð vor snúist í íögnuð. Já, í öllu sje þetta nafn vor eina, sanna og f'ullkomna huggun. Þegar vjer sendum blessuð börnin frá oss út í heiminn, þá kvebjum þau í Jesú nafni og fel- um þau hans algóðu vernd; daglega skulum vjer biðja fyrir þaim i Jesú natni og styrkja huga vorn mitt í áhyggju vorri fyrir þeim meb þeirri tilhugsun og öruggu von, að frelsari þeirra sje hjá þeim á neyðarinnar stundu. Ó vinir mír.ir ! Ef nokkur er sá á meðal vor, sem heflr ekki fyrir alvöru lært að snúa huga og hjarta tii frelsarans, hann gefi í dag gaum ab því, hvað og hve mikið hann vantar. Hvar á hann að ieita sjer hætis á tíma hættunnar og neyðarinnar ? TJpp á hvern á hann að varpa áhyggju sinni ? Hver á að hugga hann, þegar hann er hrelldur? Hver á að vera hjá honum á sjúkdómsbeðnum og hugsvala honum ? Hver á ab leiða hann yfir dai dauðans og myrkur grafarinnar ? Hver sem þú ert, bróðir minn og systir, þá snú þú þjer til írelsara þíns, meðan tími er til, í hans nat'ni getur þú öruggur haldið áfram lífsleið þína hjer, í hans nafni getur þú með krapti skipað treistaranum að víkja frá þjer, í hans nafui getur þú ókvíðinn lagt þig til þinn- ar seinustu hvíldar til þess að vakna aptur í gleði og friði. Svo veri þá þetta blessaða nafn í dag skrifað í vor hjörtu með óafmáanlegu letri af Guðs góba anda, svo vjer með bæninni i í því féum byrjað og endað sjerhvern dag hins nýa árs. Börnum vorum skuum vjer kenna að þekkja og elska þetta blessaða naf'n, og sjálflr aldrei nefna það nema meö lotningu. Yið hverja gleði sem oss hlotnast, skulum vjer nefna það með þakklæti, við hverja reynslu, sem oss ber að höndum, skulum vjer netna það með von og trausti. Komið þá, mínir elskulegu vinir, með mjer öruggir og ókvíðn- ir út á þá leið, sem nú liggur íyrir framan oss of'arin. Leggjum út á hana í Jesú nafni. Kveðjum hin umliðnu árin með lofgjörð til Drottins, sem hingað til hefir ieitt oss dásamri líkuar- og miskunnarhendi. Þökkum einnig hver öðrum fyrir bróðurlega samfylgd árið sem leið. Þegar jeg nú lít yfir yður, kæru sóknar- menn, þá hlýt jeg af hjaita að þakka yður alla þá velviid og ást- úð, sem þjer svo iðulega hafið auðsýnt mjer. I bróðurlegum kær- leika vil jeg nú í Jesú nafni byrja nýan áfanga með yður, örugg- ur í þeirri trú, að Drottinn sje með oss, og þá höfum vjer ekkert

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.