Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 2
18 við var að búast, af sjer leitt miklar og margar landa- þrætur gegnum alla sögu mannkynsins og vísindanna. Reyndar bar minna á þessu stríði í fornum sið, og hinn mesti heimspekingur, að minnsta kosti fornmanna, — ef ekki allra tíma, — Aristoteles, byggði jafnvel guðfræðinni höfuðbólið í sinni kenningu, og kallaði hana »hina fyrstu heimspeki«. I kristnum sið reyndi Hegel, eptir dæmi Aristotelis, til að taka trú og trúarlærdóma upp í sína kenningu, og skapa kristna heimspeki. Hvernig það tókst, um það eru deildar meiningar, en víst er um það, að svo framarlega sem það er höfuðþörf livers hugsandi manns, að gjöra sjer grein fyrir upphafi og tilgangi tilverunnar, er það einnig áríðandi, bæði fyrir hinn einstaka og fyrir mannfjelagið, að sem mest og bezt samhljóðan sje milli heimspeki og guðfræði, er báðar einmitt fást við þau sömu eilifu sannindi og þeirra rannsókn. En—hingað til hefir þessi ósk ekki rætzt, og lítur á stundum svo út, sem báðar fjariægist hvor aðra aptur, þó þær áður því nær gengi samhliða. Um síðustu aldamót og nokkuð fram eptir þeirri öid, sem nú er að líða, var straumur heimspekinnar samhliða guðfræðinni. Þeir tveir miklu spekingar, sem þá voru uppi, fyrst Kant og síðan Hegel, fóru, það sem jeg kalla efri veginn í sínum kenningum; þeir leituðu að upphafi alls hjá þeirri eilífu skynsemi, sem af sjer hefði framleitt hið gjörvalla bæði í þeim sýnilega og þeim ósýnilega heimi (idealismus). En—þegar leið á öldina komu aðrir, sjálfsagt menn miklum hæfilegleikum búnir, og fóru neðri veginn, að rannsaka nákvæmlega hið einstaka, finna í því lögmál náttúrunnar og hinna sjerstöku eðlis-afla, hvernig hvert greip i annað, hvert var öðru andstætt, en hjeldu þó einmitt með því saman hinni miklu vjei heimsins, og efldu f'ramför hans, að minnsta kosti að sumu leyti og um stundarsakir, hvað sem síðar yrði. Þessir spekingar þóttust byggja á reynslunni einni, og ekki taka neitt til greina nema það sem sjeð og sannað yrði. Þeir tóku sigurverk heitnsins í sundur og settu það aptur saman, skoðuðu hjól og fjaðrir og sönsuðu sig á, hvernig allt samverkaði til gangs og hreifingar, en feng-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.