Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 6
n hreifanda«, guðdóminn, sem vjer raunar ekki þekkjum af reynslunni, en, það sem betra er, af innri og ytri nauðsyn. Þessi kraptur Spencers annast nú sköpunar- verkið, fyrirkomulag og viðhald heimsins. En — með tímanum, á þúsund ára þúsunda fresti þreytist hann; sólin »sem hann ekki þekkir, og ekki getur þekkt«, er að smágefa frá sjer, þangað til hún loksins sloknar, án þess þeir Spencer og Derschel, sem þó þekkir stjörnu- þokuinar, og veit, að þær eru að þjettast, gjöri ráð fyrir, að »krapturinn« hafi nyja sól til á sínum tíma í hinnar stað. Að endingu iáta þeir alheiminn leysast upp f agnir (atómur), en eru þó eJeJci vonlausir um, að þær aptur kunni að taka saman og þjettast i nýjan heim. Þeir staðhæfa ekkert um það. Um allt þetta hafa þeir enga reynslu; maður getur eigi haft reynslu fyrir því ókomna. Öll þessi kenning er vlsindalegur hugarburður, sem einn- ig gæti haft sitt gildi, væri hann hugsunarrjettur. En — viti menn! þeir fullyrða, eins og nú er almennt viður- kennt, og heldur eigi striðir á móti ritningunni1, að efnið hafi verið til frá eilífu. Það sem eigi hefir upphaf, hefir heldur eigi endir, og þvi er það sjálfsagt, að heimurinn, í hverri svo mynd, sem menn hugsa sjer hann, og hverj- um breytingum, sem hann kann að vera undirorpinn, er eilífur, en — að láta hann enda í meiningarlausu agna- foki er bugsunarvilla. Hvað er orðið af kraptinum og kröptunum, sem hreifa, sameina, niðurskipa? Eru þeir eða hann einnig orðinn að ögnum? Og nú siðalærdómurinn, sem öllum heimspekisstefn- um og öllum trúarbrögðum bæði fornum og nýjum í höfuðefninu hefir komið nokkurn veginn saman um ágreiningslítið ? Um hið góða og sanna, um dyggð, skyldu og samvizku, sem annars er varla teljandi meiningar- munur um — hvað verður um þetta allt hjá natúralistunum? — Þeir hafa engan siðalærdóm, þó þeir aldrei nema reyni, fyrir öiðasakir, að fleyga siðalærdóm (Ethik) inn 1) í upphafl skóp Guð himin og jörð og jörðin var í eyði og tóm og myrkur var yfir djúpinu, og Guðs andi lagðist á djúpið o. s. frv. — Gen. I, 1.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.