Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 7
ðB 1 fjelagsfræði sína (Sociologi). 0g hvernig eiga þeir að geta haft nokkra siðafræði? Alheimurinn, og mannlíflð með, er hjá þeim vjel, sem fyrir afvindu (evolution) náttúruaflanna, fýsnanna og tilhneiginganna, gegnum »baráttu lífsins« erfiðar áfram, eptir innri nauðsyn, til meiri og meiri holdlegra framfara, rýmir burt (elimin- ates) því veikara, en útvelur og knjesetur (selectiori) hið sterkara; einskonar kynbótavjel jurta, dýra, manna og mannfjelaga í holdlegu, líkamlegu og veraldlegu skyni. En — gjörir þessi vjel hinn einstaka mann, eða mann- fjelagið betra í andlegan máta? Hún þekkir og notar baráttu lífsins, til þess að efla dugnað og atorku dýra og dýrakynja, manna og mannfjelaga í því verklega. En — þekkir hún annað stríð, sem meiri þýðingu hefir fyrir mannsins anda, stríðið milli holdsins og andans? — Undir sigrinum í þessu stríði er þó siðferði mar.nsins komið. Þessa baráttu taka natúralistarnir ekki til greina, þvi hennar mark og mið er ekki að efla ytri hagsmuni og hæfileika, heldur að skapa dyggð, en máske ekki verzlegan dugnað, og þvi siður verzlega yflrburði yflr aðra menn, og siðferðisbeztu mennirnir eru því miður ekki altjend mestu uppgangsmennirnir. Natúralistarnir þekkja því hvorki samvizku, nje sálarinnar ódauðleika, nje annað líf, og því ekki heldur þann jöfnuð á kjörum manna, sem annað líf er ætlað til að verka. Siðferðið kemur í fjelagsfræðinni að eins fram, ekki sjálfs sín vegna, sem tilgangur, heldur sem eitt af mörgum nauð- synlegum meðulum til þess að efla og styrkja vöxt og viðgang mannfjelagsins, það er hjá þeim hinutn einstaka manni ósjálfrátt, og frjálsum vilja mannsins óháð. Það er, eins og löghlýðnin, fjelagsnauðsyn, er að eins til vegna mannfjelagsins. Einstaklingurinn heflr af því engan veg, þó hann kunni að hafa vandann. Barátta lífsins, að undiroka þann veikari, hvort það er jurt, dýr, rnaður eða þjóð, er vegurinn til þess endamarks, sem þeirra heimspeki setur sjer. En — er nú þetta mark og mið, sem sje að skipa og í hásætið að setja duglegasta kynið, og duglegustu þjóðirnar, er það einu sinni ugglaust að það náist? Meðal dýranna hafa menn tekið eptir, að

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.