Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 11
27 hvildarstaðurinn, þar sera ekki er nein áhyggja eða bar- átta, og heldur eigi nein þróan eða fraraför. Þeir sem dýpra rista, hugsa sjer það sera eilífa skoðun og ígrundan Guðs dásemda, og hinir láta sjer nægja þá skýringu, að annað líf sje óendanleg lofgjörðar-guðsþjónusta. Hjerna megin gjörura vjer að Gfuðs vilja með starfi voru, hinum megin með tilbeiðslu. Vjer koraum frá hávaðanum á torginu, frá þys og ys dagverknaðarins, inn í kirkju, þar sem unaðslegur söngur svellur ár og síð og alla tið. Um þennan hirain hafa trúuð skáld á öllum öldum kristninnar, frá því er postulinn Johannes reit sinar vitranir á eynni Patmus, kveðið hiartnæm ljóð, sem vjer kristnir menn syngjum og munum ávallt syngja raeð unaði og aðdáun. Þessi starílausa eilífð fullnægir þó vart trúarþörf ýmsra, er þeir á annað borð fara að hugsa um það. — Þeir sem unna munklifi geta þráð slikt hinum megin grafarinnar, það er sannheilagt og alfullkomið klaustur- líf, en ekki eru öll Guðs börn í sama mótinu og Tómas frá Kempis1. Hugsum oss enskan kaupmann, greindan sómamann og grandvaran, hvernig skyldi honum lítast á þennan tízkuhimin? Hann fer reyndar ekki að segja neinum frá því, tilfinninganæmur maður lætur sem minnst talað um sín helgustu einkamál, svo sem trúarskoðun sína, og vitur maður geymir marga hugsunina hjá sjer og lætur hana ekki fara lengra. En kaupmaðurinn lifir nú sjer til sóma og öðrum til heilla og er sístarfandi, og hann skilur ekki í því, að hið komanda líf þuríi að vera svo alveg gagnstætt því, sem hann reynir hjerna megin. Það sem mest eykur honum yndi, er búðin hans, verzlunarfyrir- tækin, vogunin og höppin. Það er langt frá því, að liann sakni þess vegna peninganna, en einmitt í þessu er fólgið líf hans og geta, allt það sem er bezt í honum fær hjer að reyna sig og njóta sin: hyggnin, festan, áræðið, ráð- vendnin. Þegar dauðinn ber að dyrum hjá honum, þá tekur hann honum með hugprýði, en ekki með fögnuði, 1) Hib nafnfræga rit hans >Krists eptirhreytni< er þýtt af sjera Þorkeii Arngrímssyni Yídalín. — Hól. 1676.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.