Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 13
29 Osjálfrá,tt koma manni til hugaí' kveðjuorð Jónasar til sjera Tómasar 'Sæmundssonar: Flýt þjer, vimir, i fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu k vssngjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Allra þjónar. 4. Ágúxt Hermann FrancJce. (Niðurl.). I aprílmánuði síðastliðið ár var haldin 200 ára minn- ing hinnar miklu uppeldisstofnunar Franckes í Halle. — Stofnunin varð eigi með þeim hætti, að um ákveðinn dag sje að ræða; en um páskaleytið 1695 var það að Francke byrjaði skólahaldið inni á skrifstofu sinni, og við það hefir minningarhátíðin verið miðuð. Þess hefir áður verið getið, að bærinn Halle var mjög fátækur, samfara miklu siðleysi. Hópar af betlur- um voru stöðugt á ferðinni, og meðal þeirra fjöldi barna. Þessir hópar hjeldu saman og fengu beina á vissum dög- um á góðgjörðasömum heimilum. Þetta tækifæri notaði Francke til fræðslu og uppbyggingar með lestri og spurn- ingum, en brátt sá hann, að það mundi verða harla * árangurslítið, að spyrja þessi umfarandi ölmusubörn einu sinni á viku út úr fræðum, sern þau kunnu ekkert í og áttu ekki kost á að líta i. Hann tók þá það ráð að borga skólagjaldið fyrir þau; foreldrarnir eða börnin sóttu pen- ingana til hans, en þeir gengu til annars, börnin fóru sjaldnast í skólann, og var þetta þung raun fyrir hinn mikla manuvin. Til þess að standast þennan kostnað hafði Francke sent út samskotalista, er var vel tekið framan at, en svo kom að enginn sinnti honum, og reynd- ist þá Francke sem fleirum í sömu sporum, að það voru fátæklingarnir, sem voru fúsari á að gefa en hinir ríku. Francke greip þá til annars ráðs. Hann negldi á þilið i herbergi sínu gjafakassa, ætlaðan til fræðslustyrks fyrir veslings börnin. Öðru megin við kassann skrifaði hann með skýru letri þessi ritningarorð: »Sá sem hefir

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.