Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 16
82 Þegar vjef virðum þetta stórvirki kristilegrar trúar 6g kristilegs kærleika fyrir oss, megum vjer eigx heldur gleyma því, að Francke var langt á undan tímanum í uppeldisfræðinni. Mesta áherzlu lagði Francke á persónu sjálfs kennarans. Kennarinn verður að vinna sitt verk i trú og kærleika, Drottni til dýrðar. Hann sá það og manna fyrstur, að kennararnir þurftu sjállir að búa sig mikið og alveg sjerstaklega undir sinn lífsstarfa, því kemur hann upp kennaraskóla samhliða .stofnunum sín- um. Hann lagði mikla áherzlu á kennslu i móðurmálinu og náttúrusögu, þannig, að börnin gætu sjeð og þreifað á öllu, helzt í sjálfu ríki náttúrunnar, eða þá lært af góðum myndum. Likamsæfingar voru mjög stundaðar í skólum hans og handvinna ýmisleg; það var eitt í kennslunni, að láta börnin rækilega skoða helztu iðnaðarstofur bæjarins. Francke er að miklu leyti faðir gagnfræðakennslunnar. Þegar Francke fjell frá 1727 voru 2200 nemendur, sveinar og meyjar, á skólastofnununum, og 200 munaðar- leysiugjar í fóstri, hefir talan aukizt síðan og ýmsum nýjum greinum kristilegrar hjálpsemi verið bætt við. — Sem stendur ganga á skólana alls yfir 3000 nemendur. Hafa skólarnir enn hið bezta orð á sjer. Francke varð eigi eldri en 64 ára. Starfþol hans var alveg framúrskarandi, öll stjórn stofnananna hvildi á herðum hans — þær oru enn að mestu óháðar lands- stjórninni —, og hann hafði að auki prestsembætti sitt og iháskólakennslu. Kona hans, Maria, mesta ágætiskona, var ihonum i full 30 ár hin bezta aðstoð. Hann dó þreyttur og þrotinn að kröptum í hóp ástvina sinna 8. júnf 1727. Kona hans laut yfir hann og mælti það síðast orðaíhans eyru: »Frelsari þinn er hjá þjer«; þeirrikveðju gat hann svarað með ástúðlegu tilliti og játningu á orðum konu sinnar og gaf upp andann. Árið 1829 var veglegur minnisvarði reistur Francke í Halle. Sitt til hvorrar handar við hann eru ung skóla- börn, leggur hann vinstri hönd í koll stúlkunnar en lyptir ihinni hægri, þar sem sveinninn stendur undir, blessandi, til hitnins.____________________________________________ HITSTJÓRX: ÞOUHALLUH BJAHNARSON. Ptentttð i ItttfoldarpreatsmiDju. Reybjttvik. 1896.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.