Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 2
34 Og opt jeg lít í anda Guðs einkason á kross við dauðans berjast dimmu kvöl, og dreyra renna foss. Ó, hvíkt undur, ást og náð! ó, andans dýrsta hnoss! fyrir mig að ljúfur lausnarinn vildi líða dauða’ á kross. Til kross þíns, kæri Jesús, jeg kom og hlaut þar frið, því aldrei jeg í huga hef, það hæli að skiljast við. 0g hvað sem býður heimur mjer jeg hismi met og tál; en jeg hrósa mjer af krossi Krists, þar Guðs kærleik vann jeg sál. FR. FRIÐRIKSSON. „Eitthvað nýtt.“ Eptir Hj'órleif prófast Einarsson. Það eru ekki allfáir að tala um það nú á dögum, að það sje lifsspursmál fyrir prestana og kristindóminn að prjedika »eitthvað nýtt«; menn sjeu orðnir leiðir á þessu gamla; menn kunni það nú orðið utanbókar fyrir löngu; menn fáist ekki til að koma til kirkju, af því menn eigi einlægt von á, að fá að heyra þetta sama gamla evan- gelíum. »Vjer viljum fá að heyra eitthvað nýtt, sem blási nýju fjöri og lífi inn í trúarlífið og samlíf vort«, segja þessir menn, »eitthvað, sem samsvari þessum upp- lýsingar tímum og fylgist með þeim«, án þess það standi ljóst fyrir þeim, hvað það eigi að vera — einungis að það sje eitthvað nýtt, eitthvað hrífandi og áheyrilegt. Og hvaða menn eru það, sem tala svona? Jú, það eru menn, sem kalla sig kristna og eru' meðlimir kristinna safnaða, og meira að segja menn,. sem þykjast láta sjer annt um það trúarfjelag, sem þeir tilheyra, en eru farnir að hafa eitthvert veður af, að' þessi fjelagsskapur standi ekki á sem traustustum grund--

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.