Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 4
86 heyrenda væri byggð á mannlegri speki, á engum nýj- ungum eða heilaspuna mannlegs hyggjuvits, á engu öðru en Guðs krapti. Og hver er þessi kraptur Guðs? Það er krossinn, þar sem Guðs og mannsins son breiðir faðminn út mót föllnu mannkyni og blóð bans er runnið til fyrirgefningar syndanna, hverjum sem á hann trúir. Þetta er táknið, sem felur i sjer allt nýtt i andans riki. Þaðan streymir allt nýtt inn í sálarlíf og starfslíf vor manna. I krist- ins manns hjarta er fyrirgefning syndanna, sem fæst fyr- ir trúna, hina lifandi trú á frelsara heimsins, einlægt nýr boðskapur, ný blessun, ný kærleikshvöt, ný gleði og sæla. Þetta verður að vera aðalinnihald allrar prjedik- unar orðsins; anuars er hún fölsk og villandi, hve mikla mannlega speki og mælsku sem hún heflr að geyma. Sá, sem ekki finnur þetta, hann lifír enn 1 hinu gamla, og þyki honum fatið vera farið að slitna, þá heflr hann orð frelsarans sjálfs íyrir því, að það verður ekki yngt upp með nýjum bótum. Jesús Kristur vill ekki vera bót á hinu gamia fati. Hann færði ný klæði sem aldrei fyrnast, og skilyrðið fyrir að frelsast, var að íklæðast þeim. Biðji hinn gamli óendurfæddi maður um eitthvað nýtt andiegt fóður, þá merkir það nákvæmlega hið sama sem hann biðji um gamalt, um eitthvað það sem heim- urinn heflr að segja, já, er fyrir löngu búinn að segja, en nú kemur aptur með í nýjum búningi. Það vantar ekki að heimsins menn geta sagt þetta svo áheyrilega, að það verði meðtekið af mörgum sem nýtt fagnaðarer- indi. En sú dýrð stendur ekki lengi. Það koma innan- skamms þeir tímar, að þetta nýja evangelíum er orðið gamalt og útslitið fyrir tírnann. Þá verður að fá eitt- hvað annað nýtt, og það lætur ekki bíða eptir sjer; þvf formælendur vantrúarinnar hafa það einlægt á reiðum höndum, Þannig heflr heimurinn ekkert nýtt að bjóða er hafi varanlegt gildi. Það er einungis einn boðskapur, sem einlægt er nýr, þúsund ár eptir þúsund ár, af þvf hann er himneskur en ekki jarðoeskur. Það er kær ieiksboðskapurimr urn svo mikla elsku Guðs til vor synd- ugra manna, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess;

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.