Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 5
M að hver, sera á hann trúir, ekki glatist, heldnr hafl eilíft líf. Þetta himneska evangelíum heflr krapt í sjer til að framleiða nýtt og nýtt úr forðabúri náðarinnar, allt það, sem getur umskapað og endurfætt mannshjartað. Það hefir, eins og frelsarinn sjálfur á sínum hjervistardögum, guðlegan krapt í sjer til að mæta árásum heimsins, i hverri mynd sem þær koma, og leiða hina trúuðu sigri- hrósandi út úr baráttunni. Þegar vjer því spyrjum sjálfa oss, hverju vjer eig- um að svara þessum mönnum, sem vilja að prjedikun vor hafi eitthvað nýtt að innihaldi, þá má oss víst öllum til hugar koma orð meistarans sjálfs, þegar hann var kraflnn um teikn til sönnunar þvi, að hann væri frelsari heimsins, hinn fyrirheitni Messías. Þetta var svarið sem mótstöðumenn hans fengu: »Þessari vondu og hórsömu þjóð skal ekki annað teikn gefast en teikn Jónasar spá- manns; því eins og hann var í hvalfiskjarins kviði í 3 daga og 3 nætur, þannig mun og mannsins son vera i 3 daga og 3 nætur í fylgsnum jarðar«. — Þetta er teiknið sem oss öllum er gefið. Út frá krossdauða og upprisu Drottins vors streymir allt lif og ljós og kraptur inn í mannlegar sálir. Og svo verður þú, minn bróðir og systir, að eiga það við þitt eigið hjarta og þarnæst við dómara lifenda og dauðra, ef þú getur, þrátt fyrir þetta stóra teikn, ekkert nýtt fengið inn í sálu þina, ekkert huggandi nje styrkjandi, ekkert til að útrýma hinu gamla, sem þú lif- ir í, ekkert blessunarríkt, ekkert silifandi og eilift. Já, jeg sagði: »bróðir og systir«. Þessi orð standa rituð undir stóra teikninu, krossi Drottins. Kraptur þeirra er óumræðilegur. Hann bindur oss alla saman með einu kærleiksbandi. Það er kærleiki Krists, sem þvingar oss. Það er í hans nafni að vjer finnum oss knúða til að leggja alla vora krapta fram í þarfir vorrar eigin og ann- ara andlegu og tfmanlegu velferðar. Það var eitt sinn sagt um frægan málara, að hann blandaði liti sína með blóði sínu. Meiningin var eflaust sú, að hann legði svo mikið af sálarlífi og sálarþreki

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.