Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 6
sínu inn í listaverk sitt, að það væri eins og blandað rneð blóði hans, að hann væri þar allur. Það skyldum vjer allir gjöra. Það er kærleiksblóðið frá krossi Drottins vors, sem vjer eigum að leggja inn í lífsstarfið. Með því eigum vjer að lita sálarstarfið, heimilisstarfið og embættisstarfið. Með kærleikans blóði ber oss að lita allt guðsrikisverkið, verkið sem oss ber að vinna fyrir fátæka, sorgbitna og hugsjúka, fyrir afvegaleidda og hrasaða, fyrir börnin og hinn upprennandi æskulýð, verkið til eflingar framförum lands og lýðs. í þessu verki rennur einlægt upp eitt- hvað nýtt fyrir kristilegri moðvitund. En sje vort kristilega ástand þannig, að vjer finnum ekkert nýtt í þessari hugsun og þessu verki, eða vjer segjumst engan tíma og engin ráð hafa til að vinna þetta verk, ef vjer játum, að það þurfi að vísu að vinnast, en af oss megi ekki vænta þess, þá fer fyrir oss eins og þeim, sem segja að þeir hafi ekki synd — vjer svíkjum sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Eptir einu verðum vjer að muna, þegar um nýtt er að ræða í prjedikun Guðs orðs, og það er þetta: að Guðs orð, sem er krapturinn og spekin i æðsta skilningi, getur ekki gjort sjer gott af mannlegri speki, að evan- gelíum krossins getur ekki haft samneyti við evangelíum holdsins, og að trúin getur ekki samlagað sig vantrúnni. Himna-stiginn. Jeg þekki háan himin-stiga, er hefur yfir böl og kross, og upp til himins unaðslega á örmum bænar flytur oss. Sá bænar-stigi’ ei bif'ast kann, ef byggður er á trúnni hann. Er lífið sólin gleði gyllir, vjer gleymum einatt stiga þeim, og ofbirta þá augað fyllir, ei út úr þessum sjáum heim.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.