Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 8
40 Nýtt kirkjuform og fieira um kirkjur, Eptir Gnðm. Jakobsson í Keflavík. Þó að kirkjur hafi mikið verið umbættar hjer á landi hin siðustu ár, og hinar nýju kirkjur sjeu fegurri en hinar gömlu voru, þá get jeg samt ekki neitað þvi, að mjer finnst að eitthvað vanti í þær flestar til þess að þær geti kallast kirkjulegar. Jeg er sannfærður um það, að fögur og kirkjuleg kirkja gerir mikið til þess að benda huganum upp til hins góða og guðlega; og jeg fullyrði, að slík kirkja Ijett- ir mikið undir með prestinum að framkvæma hans starfa í kirkjunni og láta hann hafa tilætluð áhrif. Jeg kalla kirkjulegt allt það i byggingunni sem get- ur vakið hugann til umhugsunar um hið háleita og lypt honura til hins óendanlega. Þetta álitjeg að gotneski stýllinn geri fremur en nokkuð annað byggingarform. Ekki dettur mjer samt í hug, að kirkjur vorar verði almennt byggðar í óblönduðum gotneskum stýl. Það er sumt í stýlnum, sem mjer virðist óþarft, en fullnægir þó ekki óspilitri fegurðartilfinningu eins vel og samskonar hlutir í öðrum stýlum, og kosta þó meira fje t. a. m. lyptikerfið, einkum lyptibogarnir (Stræbebuer)1. Jeg vil hafa súlur og brúnskrúð (Gesims) sem mest sniðin eptir hinum fornu, fögru (antiku) fyrirmyndum; enda getur lyptikerfið ekki átt við, nema að krosshvelfingar sjeu í aðalkirkjunni, en til þess er ekki að hugsa, nema máskð á 5—10 stærstu kirkjum landsins. Vjer þurfum heldur ekki að fyrirverða oss fyrir að blanda stýlinn, þvf að f útlöndum eru mjög fá hús, sem eru bygð í óblönduðum stýl; auðvitað er einn sfýllinn í fleiri pörtum hússins en annar, og í þeim stýl segja menn að húsið sje byggt. Jeg vil því halda þessum þremur aðaleinkennum gotneska stýlsins: að grunnformið sje ekki ferhyrnt. 1) Lyptikerfi eru stólpar, bogar og súlur, sem eru til þess að Styðja og prýba og einkum til þess að halda uppi og styðjahvelt'- ingar; slík tilhögun er hvergi nema í gotneska stýlnum.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.