Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 13
45 óg vekur virðingu fyrir húsinu, og því sefn í því er framið. Grafreitur ætti ekki að vera kringum kirkjur, heldur á afviknum stað. Af því að fje mun víðast vanta til þess, að byggja veglegar steinkirkjur, sem verða allt að því helmingi dýrari eu timburkirkjur, þá álít jeg rjettast, að byggja þær úr trje, járnklæða þær utan en pappaleggja innan með panelpappa og farfa yfir. Aðalkostir við þetta nýja kirkjuform, borið saman við jafu-vandlega byggðar kirkjur í rómönskum stýl, álít jeg vera þetta: Húsið er kirkjulegra, húsið hefir meira gólfrúm með miuni útvegg, húsið hlýtur að endast betur, af því það hristist minna, þegar ekki myndast krókar eða horn, sem vindur geti staðið i, birtan í húsinu er þægilegri, þegar glerið er litað, enda getur það truflað guðsþjónustuua, að glöggt sjáist út um gluggana, og loks verður húsið ódýrra, þó það rúmi jafnmarga menn. Jeg eada svo þessar línur, með þeirri ósk, að um þetta mál verði ritað og rætt, þangað til það kemst í æskilegt horf. Að kirkjubyggingum fer seint fram er mjög eðlilegt, þegar þess er gætt, að dómkirkjan, stærsta kirkja lands- ins, sem ætti að vera fyrirmynd, er mjög lítilfjörleg byggingafræðislega skoðað. * * * Með þessari grein skrifar höf. útgefanda Kbl. á þá leið: »Þegar þjer nefnduð við mig að skrifa eitthvað um kirkjubyggingar, tókuð þjer það fram, að jeg mætti ekki vera fjölorður, af því að rúmið væri lítið. Þetta hefi jeg haft í huganum. Til þess að lýsa kirkju, sem rúmaði 500 manns, svo nákvæmlega án uppdráttar, að flestir smiðir skildu og gætu smíðað eptir, þyrfti ekki minna rúm cn allt Kbl. í 6 mánuði; meira að segja sumu verð- ur ekki lýst án uppdráttar«. — Höf. lýkur á þessu vori við Akraneskirkju, sem að sögn er mjög ásjáleg. Sú kirkja mua að ýmsu leyti vera með þeirri gerð, sem lýst er hjer að framan, og mun

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.