Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 4
62 hlægi menn þá líka að öfgum og ofsa sumra spekinganna, t. d. Schopenhauers, sem endar sinn harmagrát yflr til- verunni með því heilræði, að allt mannkynið fari út og h . . . . sig! eða Nietzsches, sem kallar kristindóminn skríltrú fyrir varmenni og þræla! Hvernig má þvilikt ske? spyr alþýðumaðurinn, að spekingar og framúrskar- andi náms- og skarpleiksmenn, sem þessir ný-nefndu, eða þeir Feuerbach, Strauss, Renan o. m. fl. skuli líka villast út í öfgar og ófærur? Svarið er, að allir menn eru börn síns tíma, það er tíðarandinn, sem hossar oss öllum, sem kjöltubörnum, og gabbar oss alla með öfgum sínum og æfíntýrum. Og svo er hitt: A hinum efstu stigum visinda og hugsjóna er ógurlega vandratað og villuhætt. Mun og ekki vera eitthvað til í orði Salómons: Otti Drottins er upphaf vizkunnar? Víst er það, að þar uppi á hinum svimháu tindum hugsjónauua virðast þeir einir hafa náð verulegri fótfestu til að geta gefið öðrum tákn og leið- sögn, sem vjer köllum spámenn, guðsmenn og menn með andagipt eldlegrar sálar. Hingað til a. m. k. hafa þessir menn verið hinir einu og varanlegu »ódauðlegu« í striði vors kyns í frá þess vöggu. Þessum sannleika er lífs- spursmál ekki að gleyma, ef vjer eigum ekki að hræðast eða hiaupa eptir hverjum kenningarþyt. Þegar því ein- hyer leikmaðurinn les eða heyrir, að einhver af hinum nýju stórspekíngum hafl nýlega leiðrjett einhvern af hin- um gömlu spámönnum og lagt á knje sjer, þá skal hann vita, að slíkt hefir opt áður heyrzt, en sá gamli staðið jafn-rjettur eptir. Vorra tíma kvarði mælir ekki betur himininn en kvarði hinna gömlu, enda standa þeirra eldlegu hugsjónir óhaggaðar, þótt hvorki standizt þær bókstaflega eða vísindalega^ritskýring. Hjálpræðisherinn. Hvað er um hann, .spyrja inenn, hveruig eru þessar sarnkomur þeirra, kemur nokkuð gott útat þessum Játum, á herinn yflr höfuð að tala nokkuð erindi til þessa lands?

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.