Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 6
54 innar kirkju, svo sem t. d. Franciskus frá Assisi. Slík guðhræðsla hlýtur að hafa sína umbun, og slíkt verk hlýtur að flýta fyrir tilkomu Guðs ríkis á jörðunni«. »Humbug og hneyksli« og annað verra, er dagdóm- urinn sumra. »Sannir Guðs vinir, fyrirmyndarmenn«, er viðkvæðið hinum megin. Þessi ýmigustur á hernum er vel skiljanlegur. Það má muna tíðina, hvernig Good-Templarfjelaginu var tekið framan af og tók það þó eigi jafn-djúpt í árinni með ýmsa »siðvendni« sem herinn, er fordæmir ýmislegt, sem oss finnst meinlaust, ef ekki beinlínis gott. Minnist menn nú þess í þys dagdómsins, að nú telja rjett allir hina sterku bindindishreifingu mesta happ landsins síðan 1874. Það er margt afkáralegt á samkomum hersins, sjerstak- lega fyrir oss, sem af engum frábrugðnum trúarflokkum höfum að segja. Þessar »játningar«, 60 á klukkutíman- um eða fleiri, geta verið og eru optast í augnablikinu einlægar, en illa kann maður við þær, þó að auðvitað allar kirkjur hafi slíkar »játningar« í ýmsum öðrum myndum. Orðin Krists í fjallræðunni ft. d. Matth. 6. v. 5 og 16) koma upp i huga manns við að sjá hópinn uppi á pallinum—leiksviðinu—; en þó bregzt mjer eigi, að væri Kristur kominn i vorn hóp, mundi hann fyr ganga hjerna út um holtin með hernum, en setjast við að lesa prestaskóla- fyrirlestra. Jeg þykistogfinna það, að sálarfóður hersins er fremur til fyllis en holda. Það er sterkt áhrifavald í augnablikinu. Um fram allt er það dáleiðsla söngsins, hinn fjörugi enski kirkjusöngur, með vaxandi hraða gegnum Metódista kirkjuna, sem er fóstra hersins. Jeg sit hjer í miðju Kirkjustræti með »Kastalann« á vestur- enda og kirkjuna í austurenda strætisins, og vildi jeg feginn mega lána fjórðung eða þriðjung sönghraðans frá nágrannanum fyrir vestan mig og gefa það til uppbótar og viðbótar grannanum í austurátt, þar sem ferskeytta hersöngserindið »Gegnum hættur, gegnum neyð« treinist í 55 — fimmtíu og fimm — sekúndur. Margt og margt hefði jeg við herinn að athuga, en hjer liggur eigi fyrir, að fara inn á trúarskoðanir hans; kynni menn sjer þær af blaði hersins »Herópinu«, sem

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.