Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 10
58 jeg vildi Hjálpræðishernum nokkuð illt, og þegar því var skýrt neitað, varð allt annað uppi á teningnum. Jeg skildi þá að húsbóndinn hefði haft illan bifurámjer, sem bæjarfulltrúa, kannske miður vinsamlegum í garð hersins, Nú fjekk jeg að vita allt af ljetta og voru afskipti hers- ins af heimilinu þau, að þangað bar að á síðastliðnu hausti, úr öðrum fiórðungi, vegalausan pilt nýkristnaðan, þróttlitinn og fáttkunnandi nema til bókar, fatasnauðan úr fóstri sveitarinnar. Pilturinn fjekk húsaskjólið og matinn yfir veturinn í frændsemisskyni, en svo bætti herinn þvi á góðverk hins fátæka heimilis, að gefa piltinum alklæðnað. 6. heimili: Ogiptar persónur, utanbæjar-þurfamenn, mörg börn, 4 í ómegð heima. Hjer enn annað þyngra böl en sulturinn, nektin og sjúkdómurinn: »Vínið — vín- ið — það er nú hreint yfirtak«, segir móðir barnanná á sínu einfalda máli, Aður en jeg kemst inn á nokkuð verulegt samtal við hana, verð jeg að játa þeirri spurn- ingu, að jeg sje »heldur með Sáluhjálparhernum« en hitt. Á Þorranum lá konan all-þungt, þegar vika var af Góu þá lögðust börnin 3 og faðir þeirra varð þá að fara suð- ur. Konan var sjálf mjög veik að reyna að stunda þau. Enginn vildi koma á heimilið, »það var sagt, að þetta væri angi af taugaveiki«. Þá kom fyrir 3 -4 vikum síðan stúlka úr hernum, hagræddi og hjálpaði, bauð þvott og vökur og að þrifa börnin. Stúlkan kom svo á hverj- um degi í hálfan mánuð »meðan börnin voru verst«. I 3 vikur sendi herinn daglega mjólkurpott til barnanna, litlu telpurnar hafa fengið skyrtur og kjóla og drengur- inn hefir von um föt. Auk þess hefir herinn fært heim- ilinu nokkra matbjörg og gefið 2 kr. 40 aur. fyrir meðöl og læknishjálp. Húsráðendur hafa verið á samkomum, en telja sig eigi til hersins og »börnin skulu ekki 1 hann fara, fyr en kannske þegar þau eru kristnuð«.— »Hefir herinn tal- að um bindindi við manninn?«, spyr jeg. »Ekki eitt orð«, segir konan, en jeg hugsa með mjer, að geti nokkuð l$yst ógæfusaman mann úr fjötrum ofdrykkjunnar, þá er þetta aðferðin.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.