Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 12
60 kostar eigi svo mikla peninga, en jeg vil spyrja læknana hvað þeir vilji meta ræsting vorra aumu, óhollu hreysa, sem er grátlegt að bræður vorir og systur þurta að búa í. Og alla vil jeg spyrja: Er verkið sem þeir vinna ekki gott? Er það oíborgað með fæði þeirra og klæði? Hverjir hafa hingað til gefið sig í slíkt? Eru nokkrir, konur eða karlar, líklegir i bráð að takast slikt á hendur? Hvað mundi einhver slik líknarstarfsemi kosta hið opinbera? Má ekki hjer, sem tíðast verður þó að gjöra við flesta góða menn, gleyma lýtunum, þar sem svo stórmik- ið gott er að festa sjónir á? — Jeg stend undrandi gagnvart þessu »tákni«, að menn með slíku markraiði sem herinn skuli mæta jafnhörðu að- kasti. Jeg sárhryggi3t að heyra vitra menn og vandaða tala. um hin eða þessi kúgunarráð til að flæma þessa menn burtu. Og þó tæki það yflr allt, ef til skyldi vera undir sólunni sú fátækrastjórn, sera amaðist við slfkutn mönnum. Bara, góðir liálsar, að lita líka á rjetthverfuna! * * * Mjer verður kannske borið á brýn, aðjeg gleymi aðal spurningunni: Hefir herinn nokkuð að gjöra til vorslands? Jeg þykist að mestu hafa svarað þeirri spurningu með húsvitjunarsögunni hjer að framan, en sje einhverj- um einlægni og alvara með að leysa þá spurningu fyrir sig og aðra, þá heimsæki hann bara ein 10—20 örbirgð- arheimili hjer í bænum, eða hjer við Faxaflóa og víðar og víðar, og svarið er um leið gefið. Hafi Hjálpræðisherinn með öllum sínum vanköntum sæll komið til þessa lands, allramest fyrir það, að hann er lifandi minning þess, að Guðs ríki er þó fyrst og fremst sjálfsafneitandi líf á kærleiksvegi Krists, ofar orða- svælunni og öllum vatnaskilum tvístraðra trúfiokka. En þe3s óska jeg að skilnaði, að herinn verði sem allra skemmst einn um hituna i þessu líknarstarfi, sem

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.