Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 15
63 styrkurinn á maíitr sje aS jafnaSi 200 kr. og aldrei minni éíi 100 kr. Þegar að því kemur að sjóðurinn liefir náð því, að gefa af sjer 1000 kr. í ársvexti, geta menn úr öðrum sýslum Yestur- amtsins orðið hans aðnjótandi, þó svo að Dalas/sla gangi fyrir; úr því má hinn árlegi styrkur til hvers einstaks nema 300 krónum. Styrksnjótendur mega eigi vera yngri en 18 ára og eigi eldri en 25 ára, og auk venjulegra skilyrða um reglusemi og siðpryði, þurfa þeir að geta sannað, að þeir sjeu heilsugóðir og ötulir til vinnu. Amtsráð Vesturamtsins hefir umsjón sjóðsins og veitir styrkinn með hliðsjón af tillögum sýslunefndarinnar í Dalasýslu og annara sýslunefnda Yesturamtsins, er þar að kemur. »Þorvaldar minning« hefst með stofnfje framt að 4000 kr. og verður því eigi svo mjög langt að blða notanna af sjóðnum. 2. Gudmundur Grímsson, lausamaður í Hafnarfirði, sjötugur a,ð aldri, hefir. ánafnað mest-allar eigur sínar til dánargjafar, er á að bera hans nafn, og væntanlega verður nokkuð á þriðja þvísund krónur, og skal vöxtunum varið, jafnskjótt og þeir nema 100 kr. á ári, til að styrkja 2 alþýöukennaraefni (konur og karla) til náms við Flensborgarskólann, og hefir stjórnarnefnd skólans Umsjónina með sjóðnum. Þessi sæmdarmaöur í lágum sess, sem svo heppilega velur það sem næst honum liggur, alþýSumenntunina, sem hann sjálfur hafði svo raunalega litið af að segja í æsku sinni, fer burt af heiminum, þegar kallið kemur, með heiðri og þökk sinnar þjóðar. HeimildarmaSur Kbl. lýsir Guðmundi sem greindum manni og stilltum með rýmri andlegum sjónbaug eti búast má við eptir æfi- kjörum hans. Hann var vinnumaður í 30 ár og hafði hæst kaup 10 spesíur. Hann var staklega vinnusamur; við ullarvinnu ef eigi var annað fyrir, sem varla þekkist hjer við sjóinn hjá karlmönnum sízt hinum yngri, en var býsna títt norðanlands fyrir 20—30 árum, »Það sýnist óskiljanlegt, að þessi maður hefir grætt fje, þó í sömu kringumstæðum og aðrir, sem ekki hafa haft 1 sig og á, en jeg (heimildarm. Kbl.) þakka það því, að hann vann með höndunum, meðan aörir höfðu þær í vösunum«. Styrktarsjóður Guðmundar Grímssonar mun á- síhum tíma árlega veita landinu aukua og bætta krapta til hins þjóðþarfasta verks, alþýðumenntunarinnar, og hinn barnlausi maður verður löngu — löngu — eptir-að ýms stórmenni aldarinnar eru gjörsam- lega gleymd, blessaður af landsins ungu dætrum og sonum.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.