Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 8
89 persóna. Hann er í hjarta þínu. Gef þig honum á vald, seg þú hann velkominn og þá þegar í stað og án allra erflðleika »er allt yðvart, hvort heldur það er Páll eður Apolló, eður Kefas, eður heimur, eður líf, eður dauði, hið yfirstandandi eður tilkomandi. Allt er yðvart; þjer eruð Krists, en Kristur er Guðs«. (I. Kor. 3, 22—23). Nokkrar smágreinir um trúar- og kirkjumál. Eptir sjera Matthías Jochumsson. II. Trú og þekMng. Flestir, sem eitthvað fást við fróðleik og bókmennt- ir, vita einhver deili á hinni miklu baráttu lærðu mann- anna nú á dögum um trú og skynsemi, eða um hvort meira skuli meta, enda var sá maður Islendingur, sem einna skarpast hefir barizt á Norðurlöndum á þeim vig- velli. Það var Magnús Eiríksson. En við hlið honum, og þó andstæður, stóð danskur maður, hinn mesti spekingur, Sören Kierkegaard. Hann hjelt því fram, að trúin ætti að ráða mestu, enda þvert ofan í skynsemina (»Troen i Kraft af det absurde«). Magnús aptur á móti var hinn mesti skynsemistrúmaður, en þó hins vegar barnslega trú- aður, forn í anda og rithætti; vakti þvi miklu minni mót- sögn og eptirtekt en ella mundi, hefði hann líkzt hinum, sem var óvenju mikill ritsnilldarmaður. Þó sneri stefna M. E. miklu nær timanum þá, en stefna hins, sem var miklu öfgameiri og líkari háði en heilli alvöru. Þessar stefnur voru ekki ný]‘ar, beldur hófust þegar með hinni svo nefndu Renaissance- eða endurfæðingartíð og siðbót- inni, sem henni fylgdi. En þessir menn hertu á deilunni hjer á Norðurlöndum, og báðir eiga enn marga lærisveina víðsvegar. Hinn merkasti af lærisveinum S. Kierkegaards er talinn Rasmus Nielsen prófessor, ljóngáfaður maður, en bundinn hálfur við kennara sinn. Sem vísindamaður ljek hann trúna, einkum þá martensensku specúlationstrú, æði hart, og fylgdi þar dyggilega Magnúsi Eiríkssyni sem ratiónalisti, en hins vegar kvaðst hann sem trúmaður fylgja kirkju og biflíu bókstaflega. Dr, Georg Brandes

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.