Kirkjublaðið - 01.05.1896, Page 10

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Page 10
90 vísindi, að rninnsta kosti, niðnrstöðnrnar, og þær eru: ifjnorabimus (o: vjer vitum ekki og við það gkal sitja!)« Þessi framsetning má virðast öfgakennd, en þó mun hún rjett vera. En — hvaðan er þessi mótsetning komin? Til þess að svara þossu verðum vjer að hverfa langt til baka og láta söguna svara því — auðvitað mjög stutt og einfaldlega. Eorngrikkir og Rómverjar kunnu engan kristindóm, eins og menn vita, en frá þeim, og einkum Grikkjum, stafa flestar vísindagreinir í nýju sögunni; þó má þakka hinum spönsku Serkjum (Márum) hitia fyrstu lífskveikju náttúruvísindanna á miðöldunum, þótt þeir optast viðhefðit orð og aðferð Aristótelesar. Orðin alketní, almanak, ziffrar o. fl. ertt arabisk. Þessi fornvísindi náðu líka til hinna hæztu hugmynda, um upruna heimsins, guða og manna, og önnur metafýsisk (djúpspckileg) efni. Þó máttu þegar í þú daga kenningar spekinga ekki koma um of í bága við trúarbrögð ríkjanna, sem voru pólitísk og varin með lögum og helgu valdi (átórítoti) rlkisins. Nú kom kristin- dómurinn og varð loks ríkistrú, varitt af sama valdi opt- ir siðvenju heiðninnar. Löngu áður en Konstantinus mikli lifði stofnaðist biskupsvaldið, sumpart eptir eðlis- þörf kristninnar í öndverðu, sumpart eptir fyrirmynd guðstjórnarinnar (teókratí) hjá Gyðingum; og loks mynd- aðist páfi og páfadómur. Skiptu þvl völdum heimsins milli sín konungar og biskupar með páfanum í broddi fylkingar, og æ óx vald páfanna, svo að fyrir miðjar miðaldir (o: um 800) taldi páfinn sig ofar öllum veraldar- höfðingjum. Því þótt svo skyldi heita, sem veraldleg stjórn ætti að vera i höndttm konunganna, breiddi pátí og kirkja blessandi hendur eða bannfærandi yfir öll kristin lönd og þeirra maktarvöld. Páfinn vttr ekki einungis æðsti prestur, heldur og æðsti löggjafi þjóðanna, siða- fræðari, f'óstri og faðir. Svo hófust miðaldavísinditi, hin svo nefnda skólastík, og hún var líka með öllti kirkjuleg og kirkjuvaldi háð. Hin fornu eða klassísku visindi voru þá týnd, nema táeinar bækur, t. d. nokkrar eptir Aristó toles (gegnum Serki). En þótt vísindaþekking þá væri í bernsku byrjaði þó þá þegar deilan um trú og þekking.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.