Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 14
u mjög, íiafandi kostað á tiunda þímund krðnur. Óneitanlega góð- ir vextir af 1400 krónum í 4 ár; enda hafa þær verið settar á vöxtu í sjóði hins kristilega bræðralags. Það er annars fyllilega þess vert, að vakin sje athygli á hinni skörulegu framkomu Sauð- árkrókssafnaðar gagnvart kirkju sinni. I hinum rausnarlegu fjár- framlögum hefir verið tekinn svo almennur þáttur, að talsvert mun vera fram úr því, er algengt gjörist. Engimi safnaðarmeð- limur var frásneiddur þeirri hluttöku. Einnig börnin gáfu sínar gjafir, og væru þau ung, gáfu foreldrarnir optast dálítið undir þeirra nafni, svo að allir gætn veriö eitthvað meS. Auk hinna beinu fjárframlaga, hafa flestir helztu karlar og konur safnaðarins lagt fram mikinn óbeinlínis styrk meS endurgjaldslausri starfsemi í hinum ýmsu nefndum, er kosnar voru til þess á ymsan hátt að styðja kirkjubyggingarfyrirtækið. SauSárkrókskirkjusöfnuður er langt frá því að geta kallazt ríkur, en með allri framkvæmd sinni í kirkjubyggingarmálinu hefir hann greinilega sýnt, hversu ein- huga samheldni og bræSralag á furðanlega hægt meS aS framleiSa þúsundirnar. Það er ekki ávallt fátæktin einber, sem stendur gagnlegum og góðum fyrirtækjum fyrir þrifum. Um kirkjuna sjálfa er það að segja, að hún stendur mjög framarlega í röS kirkna hjer á landi, að því er til allrar fegurðar tekur. Að vísu hvílir lítils háttar skuld enn þá á hinni nýju kirkju, en nú er hún líka fullbúin og hefir eignazt allflesta þá skrauthluti, sem vant er í kirkjum aS hafa. Þannig á hún fagra altaristöflu, sem áður hefir verið getiS í Kbl., og vandaS harmóní- um fjekk hún á s/Sasta sumri. Þá var kirkjan og máluS smekk- legum skrautlitum; þykir þaS verk hafa vel tekizt og miklum mun betur en áður hefir sjezt hjer í kirkjum. Lysingarfæri munu í engri kirkju landsins fullkomnari en í SauSárkrókskirkju. Er hún lýst upp moð tuttugu og fjórum olíulömpum. Hanga frá hvelfingu niður lampakrónur þrjár, ein í kór, sexörmuð, og tvær í aðalkirkjunni, fjórörmuS hvor um sig. Vegglampar eru 10 af sómu gerð og lamparnir í kórnum, 4 uppi en 6 niðri í kirkj- unni; allar eru krónurnar og vegglamparnir mjög skrautlegir og fagrir. Bera ljós þessi hina skýrustu og þægilegustu birtii. A næsta sumri verða útvogaðir altarisstjakar í sama stýl og lamp- arnir. — Iiáðgjört er og að setja ofn í kirkjutia á næsta sumri, og verður hún að því búnu mjög inndælt og aðlaðandi guðshús jafut á vetrum sem sumrum. Þetta er tekið fram fyrir þá sök, að mjög fælir ofnleysið og nístingskuldimi fólkið frá kirkjugöngum á vetrum; enda er það engan veginn láandi. — Búið er að vá- tryggja Sauðárkrókskirkju,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.