Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 2
ii i Gef að þjóðin þroska nái, þin og kirkja sigur fái. Beggja systra vinur vertu, vinur mannkyns, Jesú minn. Gestur þeirra sjálfur sjertu, sífellt kær og velkominn. Þú, sem varst oss vörn tii þessa, vora þjóð og kirkju blessa. V. B. Um fríkirkju og frelsi kirkjunnar hjer á landi. Þótt ýmislegt bafi ritað verið og rætt um fríkirkju hjer á iandi, er enn eigi útrætt um hana. Að því er mjer er kunnugt á frikirkjuhugmyndin fremur fáa formælend- ur. Þó llkar ýmsum eigi ásigkomulag kirkju vorrar; þeim þykir kirkjan eigi nægilega frjáls, og halda að hún verði frjáisari, og þá jatnframt lífmeiri, ef hún væri að- skilin frá ríkinu, frá hinu veraldlega valdi. Eg leyfl mjer að biðja um rúm í hinu liáttvirta »Kirkjublaði« handa nokkrum orðum um frelsi kirkjunnar hjer á landi. Það væri sannarlega rnjög svo undarlegt, ef menn befðu rökstuddar ástæður til að kvarta um trúarófrelsi hjer á landi, fyrst að »hin evangeliska lúterska kirkja® er hjer eður »skal vera þjóðkirkja«. Vissulega er ómaks- ins vert að rannsaka hvort ástæður umkvartenda trúar- ófrelsisins sje á rökum byggðar eður eigi. Nú getur trúar- ófrelsið, sem kunnugt er, komið úr tveim áttum: 1., frá veraldlega valdinu utan kirkjunnar, og 2 , frá kirkjunni sjálfri og stjórn hennar. Látum oss fyrst athuga fyrra atriðið, svo hið siðara. 1. Hjer koma einkum til greina 45.-47. gr. í stjórn- arskránni, þvi að á þessum greinum byggjast öll afskipti veraldlega valdsins, svo löggjafarvaldsins sem framkvæmd- arvaldsins, af trúarmálum vorum. 45. greinin mælir svo fyrir að »hið opinbera* (þ. e,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.