Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 3
118 landsstjórnín í víðtækari merkingu) skuli styðja þjóðkírkj- una og vernda. Hiuar greinarnar hljóða þanni'g: »46. gr. Landsmenn eiga rjett á að stofna fjelög til að þjóna Gtuði með þeim hætti, sem bezt á við sannfær- ingu hvers eins, þó má ekki kenna eða fremjaneitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. 47. gr. Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum rjettindum fyrir sakir trúarbragða sinna, nje heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan al- mennri fjelagsskyldu«. Hjer er þá með skýrum og skýlausum orðum geflð fullt trúbragðafrelsi. Engin bönd eru á menn lögð, því jeg treysti því fyllilega, að enginn kalli trúarfjötur þetta ákvæði 46. gr.: »þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu«. Nei, þetta eru eingöngu þau siðgæðistakmörk, er enginn má að ósekju yfir stíga, enginn siðaður heiðingi, hvað þá nokkur kristinn maður, Mjer vitanlega heflr hin verald- lega landsstjórn aldrei síðan stjórnarskráin var oss gefln vikið liársbreidd frá þessurn fyrirmælum hennar um trúar- frelsið. Trúarófrelsið stafar því eigi frá veraldlega vald- inu. 2. »Trúarófrelsið býr i kirkjunni og er rikjandi hjá kirkjustjórninni. Prestarnir eru einlægt að troða í unga og gamla sömu trúarklausunum og kreddunum, í presta- skólanum er einlægt kennt hið sama og sama. Ef ein- hversstaðar bólar á einhverjum trúfrelsisneista, hleypur kirkjustjórnin óðara til með vígt vatn til að slökkva bálið«. Þannig komast umkvartendur ófrelsisins að orði, en leit- ast eigi við að rökstyðja mál sitt. Það er nú hverju orði sannara að kirkjustjórnin, prestaskólakennarnir og kennimennirnir eru fast bundnir við heilaga ritningu, þvf eptir lúterskri trúarkenningu er »heilög ritning ein dómari, regla og mælikvarði, er eptir skal prófa og dæma alla trúarlærdóma«. En má eg spyrja: Er þetta nokkuð sjerstakt og einkennilegt fyrir kennilýðinn ? Er eigi lögfræðingurinn og dómarinn bund- inn við landslögin, sagnfræðingurinn við söguna, stærð- fræðingurinn við stærðirnar? í einu orði, er eigi sjerhver

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.