Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 4
116 fræðimaður bundinn við undirstöðuefni og ínntak fræðí sinnar? Eptir lúterskri kenningu hefir kennilýðurinn, á sinn hátt sem hver fræðimaður annar í sinni grein, rjett á að rannsaka frjálslega heilaga ritningu með skynsemi sinni, meira að segja, honum er skylt að útvega sjer sem flest og sem bezt hjálparmeðul til að geta gjört það sann- vísindalega, samvizkusamlega, hleypidómalaust og að kosta jafnan kapps um að gjöra það með náðarríkri aðstoð heilags anda, sem býr í Guðs orði, því sjerhver kenni- maður á að tala og á að lifa af og eptir trúarsannfæringu. Skyldi nú einhver hneyxlast á því að eg nefni hjer heilagan anda, þá verð eg að biðja hann annaðhvort að hætta því, eður þá að vera sjálfum sjer svo samkvæman, að hann aldrel framar hugsi nje tali um anda laganna, anda sögunnar, um anda í nokkurri annari fræðigrein, heldur æfinlega og alstaðar um eintómar fræðiþulur anda- lausar og dauða bókstafi. »Þú gleymir trúarjátningunum, er kirkja vor er ríg- bundin við, svo hún sé »evangelísJc lútersk«, munu menn segja. Nei, eg hefi eigi gleyrnt þeim, eg veit og viður- kenni fúslega, að trújátningarrit vor sje trúarregla að svo miklu leyti sem þau eru samhljóða heilagri ritningu, en eigi framar, því að heilög ritning ein er trúarregla vor. Einmitt þetta er örmur sú höfuðgrein lúterskunnar, er aðgreinir hana frá kaþólskunni. En nú býst eg við að einhver muni segja: »Það er og til önnur efnisrík höfuð- grein lúterskrar trúarkenningar, og hún er sú, að maður- inn rjettlætist af trúnni einni«. Eg kaunast við, að í varnarriti Agsborgartrújátningarinnar standi þessi orð: »Vjer öðlumst fyrirgefning syndanna af trúnni einni«. »Er þá eigi þessari megingrein haldið fastlega fram hjer á landi, bæði í prestaskólannm og í söfnuðunum, hvort sem hún verður nokkurstaðar dregin út úr kenningu Jesú Krists eður eigi?« í prestaskólanum hefir henni eigi verið haidið fastlega fram, það vita menn. Sigurður Melsted kennir hana í »Samanburðinum«; en Helgi Hálfdánarson hafnar henni í »Barnalærdóminum«, og hyggjeg fieiri en færri prestar landsins tylgi honum. Ef vjer tökum oss i hönd þrjú síðustu »lærdómskverin«, sem vjer haft höfum, þau

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.