Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 7
110 kirkjunnar með föðurlegri vandlætingu, og ætla að leiða hana á rjettan veg með því að segja henni þannig til syndanna. »Það er ekkert kirkjulegt líf i landinu«, segja »blöð. in«, þingmennirnir, föðurlandsvinirnir í öllum áttum, öld. ungarnir með alla lffsreynsluna, og unglingarnir, sem eru að skreppa úr skólunum; og hver tekur þetta eptir öðr- um. »Sjaldan lýgur almannarómur«, segir máltækið; og það má nærri geta, hvort þetta sje ekki satt, þar sem svo mörgum kemur saman um það, jafnvel þeim, sem hafa allra ólíkastar lífsskoðanir og aldrei geta setið á sátts höfði hver við annan. Mjer kemur nú heldur ekki til hugar að hafa á móti þessu; en jeg vildi, að menn gjörðu sjer ljósa grein fyrir því, hvað menn eiga víð, þegar þeir eru allt af að tala um þetta kirkjulega líf, því að sjaldan gjöra menn meira en að eins að nef'na það. Má því ef til vill búast við, að menn eigi ekki allt af við það sama með þessu almenna orðatiltæki. En hvað ætli menn þá eigi helzt við með þessu ? Skyldi það vera hin ytri hlið hins kirkjulega lifa? Varla getur það verið að öllu leyti. Kirkjan er lögbundið fje- lag með ákveðinni stjórn og mörgum starfsmönnum, sem flestir eru sístarfandi. Alstaðar eru söfnuðir; í hverjum söfnuði er kírkja og að hverri kirkju þjónar einhver prest- ur, sem embættar þar á ákveðnum dögum að forfalla- lausu; og eru þessir þjónar kirkjunnar nú 1 seinni tið kosnir af söfnuðunum. Börnin eru skírð, og síðar fermd, þegar tími er til. Margt fólk er tii altaris. Flestir gipt- ast með kirkjulegri hjónavígslu, og allir, sem deyja og ekki týnast, eru jarðaðir að fornri kirkjulegri siðvenju.— »Þetta er ekki kirkjulegt líf«, segja menn, »heldur dauðar formur«. Að vísu eru það »formur«, en ólíklegt er, að ekkert lif sje i neinum af þeim, því að allt líf verður hvort sem er að birtast í einhverjum ákveðnum myndum. Eða er það hið kirkjulega fjelagslíf, sera menn eiga við? eða kirkjustjórnin? eða hvað? Vjer höfum þó safnaðar- fundi, sóknarnefndir, hjeraðsfundi, synodus o. s. frv. Eða er það hin kirkjulega uppfræðing? Öll börn fá þó upp-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.