Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 8
120 fræðingu í trúar- og siðalærdómí kirkjunnar. Svo höfum vjer trúarbragðakennslu í sumum skólunum, prestaskóla handa prestaefnum og háskóla-guðfræðismenntun i viðlög- um. Svo eru trúarbrögðin iðulega brýnd fyrir mönnum af prjedikunarstólum og í öðrum andlegutn ræðum prest- anna. Enn fremur höfum vjer mikinn fjölda af guðræki- legum bókum. Fyrir utan heilaga ritningu sjálfa, sem liklega er til á flestum heimilum, eða að rninnsta kosti nýja testamentið, eru víðast til postillur og htigvekjur, sálmabækur og bænakver o. fl.; og svo eru til nokkur kirkjuleg tímarit, til árjettingar. Og þó segja menn, að ekkert kirkjulegt lif sje í landinu. En óliklegt er, að ekkert lifsmark sje þó með neinu af þessu. Þnð væri mikla fyrirmununin, ef þetta væri allt stoindautt. Það má nú búast við, að menn svari: »Vera kann, að þetta sje ekki steindautt i orðsins fyllsta skilningi, on það er býsna dauft lífsmark með því mörgu hverju. Söfnuðirnir eru víða hugsunarlitlir, kirkjurnar sumar vandraða hjallar, prestarnir svo og svo, og kosningar þeirra lánast misjafnlega. Messurnar eru víða strjálar og altarisgöngurnar því fremur. 0g hvað stjórn safnaðar- málanna snertir, þá tekur ekki betravið. Hvaða lif er i þessum svo nefndu safnaðafundum ? hvað gjöra sóknar- nefndirnar? Hverju áorka hjeraðsfundirnir? og er syno- dus nema nafnið? Og hvað uppfræðinguna snertir, ætli börnin týni ekki æði fljótt kverinu sínu, eða fari bráðum eptir að þau eru fermd að þykjast upp yfir það hafin? eða sýnist ekki æði mikið vera af hálfheiðnum unglings- mönnum? Ætli menn fái ekki einhverntíma nóg af sum- um þessum gömlu guðræknisbókum, sem menn hafa heyrt í mörg ár? Og hvernig gengur, þegar kirkjuleg rit eru höfð á boðstólum ? eða hvernig gengur ekki með kaupin á þessum fáu og ódýru kirkjulegu tímaritura vorum? Og mætti þó fleira nefna, sem allt ber vott um, að hið kirkju- lega lif sje æði dauft, — »dautt« er ef til vill of sterkt orð«. Það er nú allt ofmikið satt i mörgu af þessu, og sízt vildi jeg verða til þess, að verja kirkjulegan dauða eða doða. En mig uggir, að hjer búi þó nokkuð annnað

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.