Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 12
m tekið fram, að frelsið, sem svo er kallað, i kirkjulegum efuum, er allt annað en umburðarlyndi. Enda þverneita flestir hinir alvörumeiri trúmenn að umburðarlyndi í orðs ins venjulegu merkingu geti átt sér stað í trúarefnum. Kirkjulega rjetttrúaður maður á bágt með að hugsa sjer nokkurn sálahjálparveg fyrir utan sitt kirjufjelag, enda þótt endurbættu kirkjurnar aldrei hafl sett á sín boðs- brjef viðkvæði katólsku kirkjunnar: »utan kirkjunnar, engin sáluhjálp«. Þrátt fyrir hið lýðfrjálsa fyrirkomulag i reformeruðu kirkjudeildunum er venjulega mun minna umburðarlyndi að flnna innan þeirra vjebanda en í rík- iskirkjunum. Um hið fjelagslega frjálslyndi og bróðerni í hinum ýmsu kirkjudeildum gildir sama um jafnrjetti, friðsemi og tilhliðrunarsemi milli stjetta og einstakra, sem i verzlegu mannfjelagi á sjer stað: í hinu lýðfrjáls- asta landi getur stundum allt orðið í uppnámi sakir ofsa og yfirgangs, en hið bezta borgaralegt jafnaðar- og frjáls- lyndis fyrirkomulag hjá þjóð, sem lýtur einvaldshöfðingja. A Rússlandi er miklu meira fjelagslegt frelsien í Banda- rikjunum. í hinni riku og auðugu ríkiskirkju Englands drottnar miklu meira frjálslyndi eða umburðarlyndi en i frikirkjunum. í rikiskirkjunni geta jafnvel biskuparnir sjálfir, ef þeir vilja, fylgt Únitara trúarskoðunum í ýms- um aðalatriðum, en flestir hinir »evangelisku« kirkju- flokkar hafa stranlegasta eptirlit á trúargreinum sínum og kenningu. Þannig varðar það embættismissi bæði meðal Baptista og Methodista (stærstu flokkanna), ef prestur eða háskólakennari neitar bókstaflegum innblæstri bifliunnar. Nafnkunnir kenuimenn hafa og á Skotlandi verið nýlega sviptir embætti fyrir þá sök að þeir kenndu að 5. bók Móísesar væri yngri en hinar fjórar, og fl. þesskonar, sem fræðimönnum þykir löngu hafa verið full- sannað. Þegar menn því halda því fram, að írjálslyndi i trúarefnum muni óðum vaxa við það, ef ríkiskirkjurn- ar yiðu lagðar niður, þá er sú ætlun öfug við reynsl- una. Hitt sýnir reynslan, að trúin og með henni allt kirkjulegt líf' og táp dofnar og hrörnar í föstum ríkis- kirkjum. í frikirkjunum er fjör og framkvæmd meira, en líka á hinn bóginn miklu minna umburðarlyndi og

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.