Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.07.1896, Blaðsíða 13
125 friður í fjelagslífínu, einkum flokka á millí, enda er það ekki frnlsið — sízt hugsunarfrelsi og trúarfrelsi, sem í þeim kirkjufjelögum verður ofan á, og því er þar stund- um minna um allsherjarframfarir en menn skyldu ætla. Jafnvel hinir dáðmestu og blessunarríkustu frikirkjuflokk- ar, svo sem Baptistar og Methodistar, sem nú telja nær- felt 16 miljónir játenda á Englandi og í Ameríku, eiga víst ekki trúarfræði sinni að þakka framfarir og álit sitt, heldur sinum kristilegu dyggðum og dugnaði. Þó má ekki misskilja þetta svo, að menn ætli að trúin verki einungis aptur á bak, eða haldi mönnum þegar bezt læt- ur í sömu sporunum. Nei! án trúar, engar sannar fram- farir. Hvaða trú? — Sú trú, sem tínflnn heimtar, sú trú, sem veitir manninum frið og fastlyndi í stríði fyrir sann- leik og rjettvísi; sú trú, sem gefur honum guðdómsvald að tilbiðja og heilög lög að hlýða. Trúin erhugsjónanna móðir. Trúin gefur oss regluna að lifa eptir, og visindin stefna sömu leið, því þau eru eptirleit sannleikans. »Trú- in hverfur ekki;« — segir merkur nútíma-fræðimaður, — mannkynið verður aldrei trúarlaust, því trúin er grund- völlur siðferðisins, og án siðgæðis liflr mannkynið ekki, maðurinn er orðinn að manni fyrir hlýðni slna við þess lögmál. Sjerhvert brot á þessu lögmáli auðvirðir hann, sjerhvert siðgæðislegt framfaraspor göfgar hannjmg reis- ir. Hver þcrir gagnvart allri staðreynd að segja, að siðgæðisvaldið hafi eigi sanna verund (tilveru) 1 heimin- um, eða að Guð, eins og vísindin skilja hans eðli og veru — sje ekki til?« »Trúin mun taka breytingum, en hún getur eigi far- izt; hún mun hreinsa sig at allri heiðui, og við það vaxa og þróast«. »Trúin er sálin í mannkynsins eptirvætning- um, hún geymir þess helgustu sannfæringar, heimfærðar upp á lífið og breytnina«. »Vísindin eru aðferðin og leiðin til að leita sannleik- ans, en trúin er sá guðsmóður, sem veitir oss krapt tilað lifa lífl sannleikans«. En — hvað þýðir frelsi, og hvað þýðir trú, ef ekki fæst umburðarlyndið? Umburðarlyndið vex hægt og seint og smásaraan, vex því meir sem þekkingin vex, trúin

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.