Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.08.1896, Blaðsíða 6
184 44. »Eða fyrir hina einstöku menn?« — F'elagsins hag- ur er hagur einstaklingsins. 45. »0g hvernig þá?« — Eins og vaxandi politiskur þroski er hagur fyrir þjóðfjelagið og hvern einstak- an mann í því, eins er vaxandi kristilegur þroski hagur fyrir söfnuðina og hina einstöku menn í þeim. 46. »Eða er hjer fremur um andlega eða veraldlega hagsmuni að ræða, eða hvorttveggja?« — Fyrir kirkjuna að sjálfsögðu einkum um andlega hagsmuni, en þó án efa hvorttveggja. »Guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg og hefir fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið ókomna*. 47. »Ætli fólkið verði guðhræddara eða betra, eða að tró og siðgæði vaxi í landinu?* — Liklegt er það að minnsta kosti. 48. »Eða ætli þjóðin verði auðugri, eða ánægðari eða sælli?« — Þegar allar kirkjujarðirnar, sem prestar sumstaðar byggja með uppskrúfuðu afgjaldi, eru orðnar vel býstar og vel setnar bændaeignir með sjálfsábúð, þá er þjóðin án alls efa orðin auðugri. En vegurinn til ánægju og sælu er sá beztur, að fylgja orðum Jesú; en hann hefir í því efni, sem hjer ræðir um, mjög greinilega skilið sundur riki og kirkju með orðunum: »Gjaldið keisaranum hvað keisarans er, og Guði hvað Guðs er«. 49. »Hver er aðaltilgangurinn?« — Hið sanna gagn ríkis og kirkju. 50. »Eða hverjar afleiðingar er helzt líklegt að þetta hafi fyrir alda og óborna?« — Rjettari skilning á ætlunarverki hvors um sig, ríkis og kirkju, og þar af leiðandi meiri þjóðþrif bæði í veraldlegum og and- legum efnum. 51. »Er það víst, að þjóðin eða kirkjan sje að svo stöddu vaxin þessari breytingu?« — Hin venjulega spurn- ing apturhaldsmanna. Ef þjóðin eða kirkjan er ekki »að svo stöddu« vaxin þessu, hvenær verður það þá? 52. »Eða liggur það í hlutarins eðli að fríkirkja að sjálf- sögðu blessist hjer vel á þessum tímum, þó að húp

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.