Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýöu. VI. RVÍK, OKT.BR. 1896. 12. Hversdagsstörf. Eptir Wergeland. Þjer gremst hve starf þitt óþekkt er, en aldrei, maður, lærist þjer að þekkja þína daga. Þeir líða hægt, svo lítt ber á, unz loks þeir hverfa’ í dauða-sjá, sem Jórdan hljótt um haga, svo hverfur öll þin saga. En Jesús kom að Jórdans á, — er Jóhannesi skirðist hjá, — að Nil og Evfrat eigi. Já, æfi þinnar leyndu lind svo lát þú spegla Jesú mynd, að hann á hverjum degi æ hjá þjer búa megi. Þótt hafir þu ei höfðingskjör, í herrans nafni verk þín gjör; hann greitt úr öllu getur. Þá nógu stór þín æfi er, ef ávöxt fyrir hcnum ber, er allt hið innra betur en ytri ljómann metur. V. B.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.