Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 7
18$ eðli og stefnu aldarfarsins; vjer verðum að geta sjeð og skilið strauma tímans, hvaðan þeir komi og hvert þeir stefni, því ella berumst vjer áfram blindandi. En hvernig svo sem tímans stefna er, þá mun sjer- hver vitur maður fagna þeim breytingum, sem eru af- leiðingar eðlilegrar þróunar, — hvort heldur skjótrar eða fljótrar, — en hann mun hinum veita viðnám, sem ofsalegar eru eða brjóta með gjörræði í bág við liðinn tíma. En einkum og sjer í lagi vilja vitrir mennvernda með lotningu og varðveita samvizkusamlega þær þjóð- stofnanir, sem vjer höfum að erfðum fengið frá forfeðr- unum. Því þótt vorar persónulegu skoðanir hafi breyt- ingum tekið við allt það ljós, sem vor rannsakandi og ritskýrandi samtíð hefir kringum oss tendrað, þá gjörum vjer vel í því, að vaka með fullri grunsemd yfir árásum á fjelagsskipun þá, sem fortíðin hefir oss fengið í hend ur. Því vjer erum verndarar sllkra stofnana eigi síður en arftakendur. Hver heiivita maður veit að meiningar manna hljóta að breytast, þeim verður með engu móti haldið óhögguðum í móti eða skorðum hins umliðna, að trúarskoðanir hljóta líka breytingum að taka og að þær eru eins sjálfsagðar og ómissanlegar eins og liinar sein- færari brejdingar hins líkamlega vaxtar, lífskerfis og lífs. Sjerhver maður þarf að vakna til þeirrar vissu meðvit- undar, að honum sje áríðandi að halda ekki skoðunum sínum frá lífslopti íhugunarinnar, heldur að hann eigi sí og æ að rannsaka og endurskoða sannfæringarmálefni sín við ljós betri og betri sannana, lýsa þau fyrir sjer og styrkja við æ nákvæmari prófanir. Þetta er viturleg, nytsöm og heilráð kenning; því eigi er oss það fært að safna forða af vissu í þeim tilgangi að geyma hann eins og útlendar plöntur eru geymdar í blómsturhúsum með tilbúnum hita. En þó mark og mið hvers manns sjer í lagi sje það að varðveita trúarmálefni sín lifandi — og fyrir þá sök lofa þeim að taka breytingum, eins og öllu öðru, sem lifir, með lífi tímanna — þá samt, þegar hann lítur í kringum sig, sjer hann að hann stend- ur mitt í þjóðstofnunum, sem myndazt liafa á mörgum öldum. Hann er umkringdur — eins í ríki sem kirkju

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.