Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 9
185 annað meðan stjórn og fast fyrirkomulag varir. Það sem er að lasta í kirkjunni er ekki margbreytnin, — því meiri margbreytni, því meira fjör, — það er skortur umburð- arlyndisins, skortur samhuga og viðurkenningar. — Slik- um stofnunum er öðruvísi farið en oss einstaklingum. Fyrir oss gildir eitt æfinnar vor, sem »fer og aldrei kem- ur«. En slíkar stofnanir kasta lengi ellibelg og öðlast aptur æsku og þroska. Sá sem fellir fyrir örlög fram slíkar eikur, þótt honum gangi góð meining til, hann er lielgiræningi og vinnur ómetanlegt tjón. Nýjar þjóðstofnanir verður æ torveldara að skapa, eptir því sem mannfjelagið fyllist meir af sjálfræði (indi- vídúalismi) og sundurgerð«. í landskjálftanum. Nú leikur hjer landið á þræði, og lífsháski skelfir með æði, og híbýli mannanna hrynja; af hræðslu og angist þeir stynja. Því undirheimsöflin sjer þrengja sem ætli þau jörðina að sprengja: af öllu sem við bar á öldum vjer ekkert jafn-voðalegt höldum. En hvað er þá einkum að hræðast ? og hvað má þar af verða skæðast? Ei skæðara’ en bani vor bráður. — Og bani var skaptur oss áður. Það varðar að viðbúnir þreyjum, •vjer vitum ei nær að vjer deyjum; en hvernig það ber oss til handa á hjer um bil sama má standa Þó landskjálfti láðinu steypi og lifandi jörðin oss gleypi, sem Guðs vilja gjörum því taka; þá getur ei anda vorn saka.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.