Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 11
187 miklu landskjálftahörmungar gengu yfir Evrópu ummiðja öldina sem leið, var að konungsboði haldinn sjerlegur bænadagur um land allt; að þessu sinni kemur eigi slíkt boð, en lyptum, kristnir vinir og bræður í hinu litla og veika þjóðfjelagi, sameiginlegri hjartans bæn til Guðs, að vægja oss og líkna, blífa oss fyrir voða náttúrunnar •og styrkja oss til að verjast sjálfskaparvítunum. Jeg veit varla hvort jeg hefði farið að gjöra land- skjálftavoðann að umtalsefni í Kbl., hefði jeg eigi fjmir skemmstu dottið niður á orð eptir Björnstjerne Björnson, sem mjer þykir svo vænt um að halda á lopt. Hann segir að pólitfkin sje hin fullkomnasta mynd sem náung- ans kærleiki þjóðfjelagsins birtist í. Þegar maður hugs- ar um allan sorann og hjegómann, staglið og stritið í pólitíkinni, þá eru þessi öðlingsorð svo hressandi. Hug- sjón pólitíkurinnar er náungans kærleiki. Jeg hverf að öðru en þó nokkuð skyldu efni. Þeirri hraparlegu heimsku er þráfaldlega haldið fram, að væri ríki og kirkja skilin að skiptum, væri að mestu lokið hinum kristilegu áhrifum á löggjöf og landstjórn, eða með öðrum orðum að »kristilegt þjóðfjelag« geti eigi þrifizt að marki nema með ríkiskirkju. Því ekki það? Spursmál- ið er ekki um hið ytra fyrirkomulag, heldur hitt hvað kærleiksandi kristindómsins hefir náð langt og læst sig djúpt í brjóstum þeirra mörgu, sem meira eða minna hafa ráðin og völdin 1 hinum smærri og stærri hvirfing- um þjóðfjelagsins. Náungans kærleikinn er hugsjón póli- tíkurinnar og politíkin getur því aldrei verið án hins kristilega salts, en þar með vil jeg engan veginn sagt hafa að þeir sem öðrum fremur eiga að vera talsmenn kristindómsins sjeu sjerstaklega kjörnir til að gefa sig að pólitík, þeir vinna opt meira gagn með því að standa fyrir utan stríðiðog halda hátt merkinu, hinni kristilegu hug- sjón, náungans kærleikanum. Náungans kærleiki vors fátæka þjóðfjelags hefir eptir öllum vonum þegar sýnt sig í allríflegum samskotum til byggðanna, sem orðið haía fyrir landskjálftatjóninu. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að árjetta frekar en gjört hefir verið áskorunina um drengileg samskot enda

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.