Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 13
189 ánafnaða erfðafje þeirra, að reisa upp timburbúsin eptir því sem menning og kraptur hjeraðanna æskir þeirra, smám saman, hægt og hægt á eðlilegan hátt. Aðferðin er þessi: Kollektusjóðurinn, með þeirri upp- hæð sem alþingi ákveður, verður viðurkennd eign hinna tveggja sýslna, óskerðanlegur höfuðstóll undir sjerstakri stjórn. Sjóðurinn veitist allur til byggingarlána í þess- um tveim sýslum, ætti og að binda það enn þrengra við hin hættulegu svæði, altjend að þau gengu fyrir. Vitan- lega að eins að ræða um að byggja timburhús, og stjórn sjóðsins væri ætlandi að koma á viturlegum nýjungum í byggingarlagi. Jeg hugsa mjer eigi að sjóðurinn yxi, nema ef til vill bara að gjöra fyrir verðfalli peninganna. Úr honum yrði að visu veitt lán gegn tryggingu, en vaxtalaust lán með árlegum afborgunum um hæfilega langan tíma. Þá væri jafnan nokkuð fje fyrir hendi til nýrra bygginga á hverju ári, sistreymandi og umskap- andi byggðina. Auðvitað kæmi hjálpin, að minnsta kosti framan af, mest til efna- og atorkumanna, en hjeraðs- bótin er eigi minni fyrir það. Margt mætti frekar um þetta segja. Aðalkosturinn þessi að húsabótin kemur þá f þökk og þörf. Eðlilega fer ráðstöfun gjafafjársins mest eptir óskum þeirra, sem taka eiga á móti. Flestir þeirra mundu nú sem stendur telja það steina fyrir brauð að fá timburhús heim í hlaðið, en hyggilegt teldi jeg af þeim að skilja eptir nokkuð óeytt af skaðabótafjenu, ef þess væri kost- ur, og leggja við lánssjóðinn, lánist það að koma hon- um upp. Eins er enn að geta »eptir landskjálftann« og það er að bera saman fyrrum og nú. Voðinn fer svo svipað yfir 1896 og 1784. Þá hlauzt af vergangur og mann- dauði, það var eigi einu sinni mannræna að nota gjafirn- ar, en nú hugsa menn að stíga stórt framfaraspor við tjónið. Þess er gott að minnast, nóg er vílið samt. f Þorvaldur prestur Böðvarsson. Sjera Þorvaldur Böðvarsson, síðast prestur i Saurbæ

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.