Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 14
190 á Hvalfjarðarströnd, andaðist á Akranesi 26. f. m. eptir langan og þungbæran sjúkdóm, rúmlega áttræður að aldrir fæddur 12. júlí 1816. Sjera Þorvaldur heitinn útskrifað- aðist úr Bessastaðaskóla 1845, vígðist 1848 aðstoðarprest- ur að Barði í Fljótum, fjekk Stað í Grindavík 1850, en Saurbæ 1867 og þjónaði því brauði til þess er hann fjekk lausn frá prestskap 1886, og var þá 2 árum áður Mela- prestakall sameinað við Saurbæinn. Sjera Þorvaldur læt- ur eptir sig ekkju, Sigríði Snæbjarnardóttur, og 5 börn, eru þeir synir hans, Böðvar og Snæbjörn kaupmenn á Akranesi. Hjer á eptir fer rjett og sannorð lýsing á sjera Þor- valdi eptir fermingarbarn hans kandídat Bjarna Sím- onarson: Um sjera Þorvald sál Böðvarsson er margt gott a5 segja. Jeg var í æsku er jeg kynntist honum, og eru mjer enn í fersku minni ýms atvik úr lífi hans, er auk- in lífsreynsla mín og þekking hefir kennt mjer að meta að verðleikum. Hann var höfðinglegur maður ásýndum og fór þar saman sjón og reynd. í flestu því, er lagt var stund á í hjeraði hans og til framfara horfði, var hann að minnsta kosti framarlega í flokki, og stundum einna fremstur. Um það mun prestssetur hans, Saurbær, bera lengi vott. Greiðasemi hans og gestristni þekktu margir úr fjarlægum hjeruðum, en eigi kom rausnarlund hans og hjálpfýsi opt síður niður innan prestakallsins, og þekki jeg dæmi þess, er hann gaf fátækum stórgjafir, enda var það játað, að eigi gæti betri fjelagsmann í því byggðarlagi. Ræðumaður mun hann hafa verið í góðu lagi, og framburður og söngrödd var hvorttveggja skýrt og skörulegt. Jeg hygg að óhætt sje að fullyrða, að em- bætti sitt haíi hann yfirleitt stundað með alúð og skyldu- rækt; eigi hefi jeg þekkt neinn annan prest, er fremur en hann hafi látið sjer annt um sjúka menn og vanburða innan prestakallsins. Ávallt þegar jeg sá hann ferma börn, gerði hann það sýnilega með klökkum huga, og þótti mjer það benda á, að hann hefði næmari tilfinningar en almennt gerist fyrir því þýðingarmikla starfi og framtíð ungmennanna, enda var hann barnavinur og unglinga,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.